
Félagsbústaðir og E. Sigurðsson ehf. hafa gert með sér samning um byggingu sértækt húsnæði fyrir fatlað fólk við Brekknaás í Árbæ í kjölfar útboðs á verkinu.
Í húsinu verða sex íbúðir auk aðstöðu vegna þjónustu við íbúana. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á lóðinni hefjist í byrjun ágúst og ljúki í október 2024.
Byggingin er liður í uppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum fatlaðs fólks.
Heimild: Felagsbustadir.is