Home Fréttir Í fréttum Styrkingu á Krýsuvíkurvegi flýtt

Styrkingu á Krýsuvíkurvegi flýtt

147
0
Framkvæmdir að hefjast þann 11.7.23 Mynd: Vegagerdin.is

Næstu daga verður unnið við að styrkja og bæta um 1,3 km kafla á Krýsuvíkurvegi. Framkvæmdir voru áætlaðar síðar á þessu ári en hefur verið flýtt í ljósi gossins þannig að vegurinn sé betur tilbúinn fyrir aukna umferð ef þörf verður á. Reikna má með umferðartöfum meðan á framkvæmdum stendur.

<>
Tæki bíða verkefnis á Krýsuvíkurvegi. Mynd: Vegagerdin.is

Búast má við töluverðri aukningu umferðar á öllu svæðinu í kringum gosstöðvarnar sérstaklega ef heimilt verður að ganga að gosstöðvunum. Vakin er athygli á því að óheimilt er að leggja bifreiðum í vegkanti hvort heldur er á Reykjanesbraut eða á Suðurstrandarvegi en það skapar mikla hættu. Vegfarendur eru beðnir um að virða það.

Vigdísarvallavegur (Djúpavatnsleið) er lokaður vegna gossins að beiðni yfirvalda og verður hugsanlega svo fram yfir gos. Höskuldarvallarvegur er einnig lokaður.

Framkvæmdir að hefjast þann 11.7.23 Mynd: Vegagerdin.is

Ætlunin var einnig að fara í framkvæmdir á veginum við Festarfjall vegna mögulega mikils umferðarálags vegna gossins en nú er til skoðunar að fresta þeim framkvæmdum.

Þá hefur verið bætt við víravegriðum á Krýsuvíkurvegi síðustu daga til að auka umferðaröryggið.

Framkvæmdir að hefjast þann 11.7.23 Mynd: Vegagerdin.is

Hellisheiði og Þrengslum lokað í nótt í vesturátt

Á Hellisheiði verður unnið við malbiksframkvæmdir frá kl. 21:00 á þriðjudagskvöld 11. júlí til kl. 06:00 á miðvikudagsmorgun við Litlu kaffistofuna. Akreinin vestur, í átt að höfuðborgarsvæðinu, verður lokuð en áfram verður hægt að aka austur. Hjáleið verður um Þingvelli og Grafning en einnig um Suðurstrandarveg og Grindavíkurveg.

Vigdísarvallarvegur verður lokaður.

Vigdísarvallarvegur verður lokaður. Mynd: Vegagerdin.is

Á kortinu má sjá Vigdísarvallaveg sem er númer 428 og er appelsínugulur á lit. Grindavíkurvegur er númer 43 og Reykjanesbrautin númer 41. Lagfæringar og styrkingar á Krýsuvíkurvegi verða þar sem sjá má númerið 42-03, eða á kafla 3 á veginum.

Kort Reykjanes. Mynd: Vegagerdin.is

Heimild: Vegagerdin.is