Home Fréttir Í fréttum Nýtt hús Ratcliffe vígt og fleiri áformuð

Nýtt hús Ratcliffe vígt og fleiri áformuð

117
0
Nýja veiðihúsið við Miðfjarðará í Bakkafirði var vígt fyrir tveimur vikum. Það er tæpir 700 fermetrar. AFP

Fram­kvæmd­ir á veg­um breska auðmanns­ins Jim Ratclif­fe eru í full­um gangi á Aust­ur­landi. Eins og komið hef­ur fram í Morg­un­blaðinu kynnti Ratclif­fe árið 2021 áform um að leggja minnst fjóra millj­arða í bygg­ingu nýrra veiðihúsa.

<>

Stækk­un veiðihúss­ins við Selá, sem fól í sér bygg­ingu stórr­ar svítu, lauk í fyrra­vor og mikl­ar fram­kvæmd­ir hafa verið við nýtt og veg­legt hús í Vesturár­dal. Þar er í raun um að ræða sex hús sam­an í þyrp­ingu auk bíl­skúrs og hlöðu. Þau verða alls um 1.400 fer­metr­ar.

Gísli Ásgeirs­son, fram­kvæmda­stjóri Six Ri­vers Proj­ect, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að fram­kvæmd­in í Vesturár­dal sé vel á veg kom­in og von­ast er til að hún klárist í ár.

Nýj­asta viðbót­in er veiðihús við Miðfjarðará í Bakkaf­irði sem vígt var með pompi og pragt fyr­ir tveim­ur vik­um að sögn Gísla. Bygg­ing­in skipt­ist í tvær ein­ing­ar sem tengd­ar eru sam­an með gler­gangi, sam­tals um 666 fer­metr­ar að stærð.

Heimild: Mbl.is