Home Fréttir Í fréttum „Það hefur ekkert verið gert“

„Það hefur ekkert verið gert“

191
0
Vöru- og fólksflutningabifreiðum er ekki lengur heimilt að aka yfir brúna við Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn. mbl.is/Þorgeir

„Mér þykir óskilj­an­legt að sam­göng­um á svæðinu sé svona að komið,“ seg­ir Örlyg­ur Hnef­ill Jóns­son, lögmaður, fyrr­ver­andi varaþingmaður og fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Byggðastofn­un­ar, um stöðu sam­gangna á Norðaust­ur­landi, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

<>

Þann 1. júní síðastliðinn tóku nýj­ar regl­ur gildi um akst­ur yfir brúna sem ligg­ur yfir Skjálf­andafljót við Ófeigs­staði í Köldukinn. Brú­in er nú ein­ung­is opin fólks­bíl­um, en vöru- og fólks­flutn­inga­bif­reiðum er óheim­ilt að aka yfir brúna og þurfa þess í stað að aka hring­veg­inn, um Fljóts­heiði og Aðal­dals­veg, en sú leið er 5,5 kíló­metr­um lengri.

Örlyg­ur tel­ur mik­il­vægt að Skjálf­andafljót sé vel brúað, og þá sér­stak­lega með vegstytt­ingu að leiðarljósi. „Brú­in var reist árið 1935 að und­ir­lagi Jónas­ar frá Hriflu en síðan þá hef­ur lítið breyst.

Í dag höf­um við ekk­ert nema ónýta brú sem er verið að loka. Þessi brú þjón­ar því mik­il­væga hlut­verki að tengja Ak­ur­eyri við Húsa­vík, sem og aðra byggð aust­an Húsa­vík­ur. Með því einu að draga beina stefnu frá Ljósvetn­inga­búð til Húsa­vík­ur væri hægt að stytta leiðina frá Ak­ur­eyri til Húsa­vík­ur um sjö kíló­metra.“

Verklok áformuð 2028

Þunga­flutn­ing­ar höfðu áður verið tak­markaðir um brúna á meðan hún var styrkt, í fram­kvæmd­um árin 2015 til 2016. Nú eru fram­kvæmd­ir við hana á dag­skrá hjá Vega­gerðinni árið 2026 og er und­ir­bún­ing­ur verks­ins í gangi. Er stefnt að því að ný brú verði tek­in í notk­un árið 2028. Þeim áform­um fylgja hug­mynd­ir um vegstytt­ingu og að færa brúna norðar.

Örlygi þykir um­bæt­ur á innviðum Norðaust­ur­lands orðnar tíma­bær­ar fyr­ir löngu síðan.

„Greiðar sam­göng­ur um land allt spila lyk­il­hlut­verk í ábyrgri byggðastefnu og sjálf­bærri nýt­ingu auðlinda og at­vinnu­tæki­færa. Það hef­ur ekk­ert verið gert í vit­rænni vegstytt­ingu fyr­ir norður­leiðina. Ég hef vakið at­hygli á mál­inu í ára­tugi, m.a. í formi fyr­ir­spurna á Alþingi sem snúa að sam­göngu­um­bót­um á svæðinu.

Með vit­rænni vegstytt­ingu væri hæg­lega hægt að stytta leiðina um 50-60 kíló­metra. Ábyrg byggðastefna í lands­hluta eins og Norðaust­ur­landi skipt­ir sköp­um fyr­ir ís­lensku þjóðina.Tekju­mögu­leik­ar af Dem­ants­hringn­um ein­um ættu að nægja til að sann­færa fólk um mik­il­vægi þess að styrkja innviði á svæðinu,“ seg­ir Örlyg­ur.

Við Dem­ants­hring­inn, sem er 250 kíló­metra lang­ur, eru fimm lyk­i­láfangastaðir; Goðafoss, Mý­vatn, Detti­foss, Ásbyrgi og Húsa­vík.

Heimild: Mbl.is