Home Fréttir Í fréttum Flýtimeðferð vegna haugsins

Flýtimeðferð vegna haugsins

362
0
Lóðarhafinn býður íbúum upp á gluggaþvott. mbl.is/Arnþór

Óskað verður eft­ir flýtimeðferð hjá bygg­inga­full­trúa til þess að grjót- og jarðvegs­haug­ur­inn við Álfa­bakka 2a minnki svo um muni á næstu dög­um eða vik­um. Þá mun lóðar­hafi bjóða íbú­um í Árskóg­um upp á gluggaþrif þegar haug­ur­inn er far­inn.

<>

Þetta kem­ur fram í svari frá Evu Bergþóru Guðbergs­dótt­ur, sam­skipta­stjóra hjá Reykja­vík­ur­borg við fyr­ir­spurn mbl.is.

Íbúar við Árskóga hafa viðrað óánægju sína vegna haugs­ins við Álfa­bakka 2a og segja að hann byrgi þeim sýn og drulla fjúki inn um alla glugga sé ekki blanka­logn.

„Við eig­in­lega von­umst eft­ir rign­ingu á hverj­um vegna þess að ef það hreyf­ir vind þá eru drull­ug­us­urn­ar bara inn­an um glugg­ana og alls staðar,” sagði Karlotta Jóna Finns­dótt­ir, íbúi á svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Haug­ur­inn fer í taug­arn­ar á íbú­um. mbl.is/​Arnþór

Áætlað að fram­kvæmd­um ljúki um mitt næsta ár
Í svari Evu Bergþóru kem­ur fram að lóðinni við Álfa­bakka 2a hafi form­lega verið út­hlutað á fundi borg­ar­ráðs þann 12. júní. Þá verði efn­is­haug­ur­inn á lóðinni notaður í vega­fram­kvæmd­ir og til jarðvegs­skipta. Til standi einnig að byggja fjór­tán þúsund fer­metra þjón­ustu- og versl­un­ar­hús­næði á svæðinu.

Tekið er fram að með því að nota efnið úr haugn­um spar­ist hundruð vöru­flutn­inga­ferða í gegn­um hverfið sem hefði þurft til að flytja efnið kæmi það ann­ars staðar að. Þá muni lóðar­hafi bjóða íbú­um upp á gluggaþrif þegar haug­ur­inn er far­inn.

Lóðin Álfa­bakki 2a er í eigu Álfa­bakka 2 ehf. Fé­lagið er í eigu tveggja annarra fé­laga sem eiga 50% hvort í Álfa­bakka 2 ehf. Eru það Klett­ás og Eigna­byggð. Klett­ás er í eigu þeirra Pét­urs Bjarna­son­ar og Auðuns S. Guðmunds­son­ar, en Eigna­byggð er í eigu Hann­es­ar Þórs Bald­urs­son­ar og Brynj­ólfs Smára Þorkels­son­ar í gegn­um fé­lög þeirra.

Svarið í heild sinni má sjá hér að neðan.

„Reykja­vík­ur­borg hef­ur út­hlutað lóðinni að Álfa­bakka 2a – sjá fund­ar­gerð: htt­ps://​fund­ur.reykja­vik.is/​sites/​default/​files/​ag­enda-items/​5%20%C3%81lfa­bakki%202a%2C%20%C3%BAt­hlut­un%20l%C3%B3%C3%B0ar%20og%20sala%20­bygg­ing­ar%C3%A9tt­ar.%20MSS22010247.%20%282%29.pdf

Efn­is­haug­ur­inn sem er á lóðinni núna er að hluta til efni sem notað verður í vega­fram­kvæmd­ir sem eru tengd­ar upp­bygg­ingu á svæðinu og að hluta efni sem lóðar­hafi mun nota til jarðvegs­skipta á lóðinni áður en farið verður í bygg­inga­fram­kvæmd­ir.

Til stend­ur að byggja ríf­lega 14 þúsund fer­metra þjón­ustu- og versl­un­ar­hús­næði við Álfa­bakk­ann og er bú­ist við að fram­kvæmd­um ljúki um mitt næsta ár. Þar sem efnið á haugn­um kem­ur frá nær­liggj­andi lóðum spar­ast mörg hundruð vöru­flutn­inga­ferðir í gegn­um íbúa­hverfið sem hefði ella þurft til að flytja efnið lang­ar leiðir.

Óskað verður eft­ir flýtimeðferð hjá bygg­inga­full­trúa svo fram­kvæmd­ir geti haf­ist sem allra fyrst og ættu íbú­ar því von­andi að sjá haug­inn minnka á næstu dög­um eða vik­um. Lóðar­hafi mun einnig bjóða íbú­um gluggaþrif þegar haug­ur­inn er far­inn.“ 

Heimild: Mbl.is