Home Fréttir Í fréttum Allar íbúðir seldust um helgina

Allar íbúðir seldust um helgina

184
0
Horft yfir Hafnarfjörð. mbl.is/Sigurður Bogi

„Markaður­inn brást vel við því og seld­ust meðal ann­ars all­ar þriggja her­bergja íbúðir á Áshamri 52 sem GG verk byggði, um helg­ina,“ seg­ir Ólaf­ur Finn­boga­son, fast­eigna­sali á Miklu­borg, í sam­tali við Morg­un­blaðið í kjöl­far þess að Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra breytti reglu­gerð um hlut­deild­ar­lán.

<>

Nú geta kaup­end­ur tekið hús­næðislán sem nem­ur 75% af kaup­verði, eigið fé verður að vera að lág­marki 5% og Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un veit­ir hlut­deild­ar­lán fyr­ir sem nem­ur 20%. Þá hækkaði há­marks­verð stærstu íbúðanna á höfuðborg­ar­svæðinu úr 66 millj­ón­um í 80,5 millj­ón­ir.

„Þetta er mjög já­kvætt að koma því fólki sem er á leigu­markaði, sem er búið að vera mikið í umræðunni, inn á eig­enda­markaðinn,“ seg­ir hann en þessi lán eru sér­stak­lega hugsuð fyr­ir tekju­lága fyrstu kaup­end­ur.

„Lán­in komu inn fyr­ir þrem­ur árum og verðþró­un­in varð sú að þau urðu ónot­hæf þar sem verðviðmiðin voru of lág og voru ein­ung­is eig­in­lega tek­in úti á landi,“ seg­ir hann. Eft­ir hækk­un­ina á viðmiðunum gátu eign­ir í út­hverf­um höfuðborg­ar­svæðis­ins passað und­ir hlut­deild­ar­lán­in.

„Um leið og þú ert kom­inn í lægra veðhlut­fall með aðstoð rík­is­ins nærðu að kljúfa greiðslu­matið.“

Heimild: Mbl.is