Home Fréttir Í fréttum Blikastaðir verða miðja hverfisins

Blikastaðir verða miðja hverfisins

129
0
Hér má sjá drög að endurgerð Blikastaða og uppbyggingu húsa við gamla bæinn. Svæðið gæti orðið miðja og kennileiti hverfisins. Teikning/Batteríið arkitektar

Mos­fells­bær hef­ur kynnt til­lögu að ramma­hluta aðal­skipu­lags vegna Blikastaðalands. Gert er ráð fyr­ir hátt í tíu þúsund manna íbúðabyggð á svæðinu.

<>

Blikastaðaland er kennt við bæ­inn Blikastaði. Það er um 98 hekt­ara land sem ligg­ur á mörk­um Staðahverf­is í Grafar­vogi í Reykja­vík og Höfðahverf­is­ins í Mos­fells­bæ. Skipu­lags­svæðið (sjá kort) er eitt stærsta óbyggða svæðið á höfuðborg­ar­svæðinu, ef ekki það stærsta.

Gert er ráð fyr­ir 3.500 til 3.700 íbúðum í Blikastaðalandi. Miðað við að 2,4 búi að jafnaði í íbúð gætu því 8.400 til 8.900 manns búið í hverf­inu.

Blikastaðaland. Kort/​mbl.is

Ef aðal­skipu­lag verður til­búið á næsta ári tek­ur við vinna við deili­skipu­lag svæðis­ins, sem verður byggt í áföng­um. Ef deili­skipu­lag verður til­búið um ára­mót­in 2024/​2025 gætu fram­kvæmd­ir hugs­an­lega haf­ist 2025. Gerðar hafa verið ít­ar­leg­ar rann­sókn­ir á svæðinu, þ.m.t. af hálfu ÍSOR og ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins COWI.

Blönduð byggð við veg­inn
Jafn­framt eru hug­mynd­ir um 60 þúsund fer­metra blandaða byggð meðfram Vest­ur­lands­vegi. Þar er áformað að byggja at­vinnu­hús­næði og íbúðir sem snúa að Blikastaðalandi. Fjöldi fer­metra í þess­ari blönduðu byggð, sem og sam­an­lagður fer­metra­fjöldi á svæðinu, ligg­ur ekki end­an­lega fyr­ir.

Hér má sjá fyr­ir sér hvernig aðkom­an gæti orðið. Teikn­ing/​Batte­ríið arki­tekt­ar

Til­laga að ramma­hluta aðal­skipu­lags var kynnt á íbúa­fundi 15. júní síðastliðinn. Svæðið verður síðan þróað frek­ar og verður deili­skipu­lag kynnt síðar. Til stend­ur að byggja hverfið í áföng­um. Jafn­framt verður hvert hverfi sjálf­stætt hvað varðar gatna­kerfi, græna geira og byggð.

Heimild: Mbl.is