Home Fréttir Í fréttum Gæti skilað Val 2 milljörðum

Gæti skilað Val 2 milljörðum

141
0
Nauthólsvegur 79. Byggingarlóðin er fyrir ofan bílastæðið á myndinni. A-reitur er til hægri. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson/Reyjavíkurborg

Knatt­spyrnu­fé­lagið Val­ur gæti fengið allt að tvo millj­arða króna fyr­ir svo­nefnd­an A-reit á Hlíðar­enda.

<>

Þetta full­yrðir sér­fræðing­ur sem komið hef­ur að mál­um á Hlíðar­enda og vís­ar til fyrri lóðasölu á svæðinu.

Hug­mynd­ir voru um hótel­íbúðir á A-reit og svo var rætt um íbúðir fyr­ir náms­menn. Sam­kvæmt skipu­lagi er nú gert ráð fyr­ir 67 íbúðum en þeim kann að fjölga með nýju skipu­lagi.

Óli Örn Ei­ríks­son, teym­is­stjóri at­hafna­borg­ar­inn­ar á skrif­stofu borg­ar­stjóra, seg­ir til skoðunar að heim­ila fleiri íbúðir á A-reit við Hlíðar­enda.

Naut­hóls­veg­ur 79. Lóðin er á horni Naut­hóls­veg­ar og Flug­vall­ar­veg­ar. Ljós­mynd/​Sig­urður Ólaf­ur Sig­urðsson/​Reykja­vík­ur­borg

Gætu haf­ist á næsta ári

„Vals­menn vilja breyta skipu­lag­inu og draga úr um­fangi at­vinnu­hús­næðis en fjölga íbúðum. Breyta þyrfti deili­skipu­lagi en fram­kvæmd­ir gætu haf­ist á næsta ári. Borg­in er að vinna að því að fjölga íbúðum,“ seg­ir Óli.

Borg­in aug­lýs­ir nú til sölu lóð þar við hliðina, Naut­hóls­veg 79, og mun sú sala veita vís­bend­ing­ar um hvernig markaður­inn verðmet­ur svæðið. Óli seg­ir raun­hæft að lóðin verði bygg­ing­ar­hæf í haust.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag

Heimild: Mbl.is