Home Fréttir Í fréttum Austurhöfn greiddi út 2,5 milljarða til hluthafa

Austurhöfn greiddi út 2,5 milljarða til hluthafa

153
0
Ljósmynd: Eyþór Árnason

Apartnor ehf., sem er í eigu fjár­festanna Eggerts Dag­bjarts­sonar og Hregg­viðs Jóns­sonar, á 78,99% hlut í Austur­höfn.

<>

Austur­höfn hf. hagnaðist um 772 milljónir árið 2022, sam­kvæmt ný­birtum árs­reikningi fé­lagsins. Hagnaður jókst töluvert frá fyrra ári en fé­lagið hagnaðist um 474 milljónir árið 2021.

Sam­kvæmt efna­hags­reikningi námu eignir fé­lagsins 2.196,9 milljónir króna og var eigið fé fé­lagsins í lok reiknings­árs 1.339,2 milljónir.

Einu rekstrar­tekjur fé­lagsins var sala eigna sem lækkaði úr 7.428 milljónum árið 2021 í 6.741 milljónir árið 2022.

Fé­lagið greiddi niður allar sínar skuldir við lána­stofnanir á árinu og fór úr 2.594 milljónum árið 2021 í 0 krónur í fyrra.

Engir starfs­menn eru hjá fyrir­tækinu en Apartnor ehf., sem er í eigu fjár­festanna Eggerts Dag­bjarts­sonar og Hregg­viðs Jóns­sonar á 78,99% hlut í Austur­höfn. Arion Banki á 19,61% og Ís­lenskar fast­eignir 1,4% hlut.

Apartnor hf. var stofnað utan um hlut í fast­eigna­upp­byggingu við Austur­höfn í Reykja­vík. Í­búðirnar við Austur­höfn fóru á sölu haustið 2020.

Stjórn fé­lagsins leggur til að greiddur verður arður að fjár­hæð 800 milljónir króna árið 2023. Á síðasta ári greiddi félagið alls út tvo og hálfan milljarð króna til hluthafa sinna. Einn milljarður var greiddur til þeirra með arðgreiðslu og eftirstandandi einn og hálfur milljarður með lækkun hlutafjár.

Heimild: Vb.is