Home Fréttir Í fréttum Aðal­eig­endur RE/Max kaupa hlut Hannesar í Lind

Aðal­eig­endur RE/Max kaupa hlut Hannesar í Lind

341
0
Þórarinn Arnar Sævarsson, Hannes Steindórsson og Gunnar Sverrir Harðarson. Ljósmynd: Samsett

Félag í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar hefur keypt 40% hlut Hannesar Steindórssonar í fasteignasölunni Lind.

<>

Fjár­festingar­fé­lagið IREF, í eigu Gunnars Sverris Harðar­sonar og Þórarins Arnars Sæ­vars­sonar, hefur keypt hlut Hannesar Stein­dórs­sonar fast­eigna­sala í fast­eigna­sölunni Lind.

Ekki fengust upp­lýsingar um kaup­verðið en Hannes átti rúmlega 40% hlut í fast­eigna­sölunni. Hannes starfaði í 10 ár hjá Re/Max áður en hann opnaði Lind fasteignasölu, á grunni Remax Lindar árið 2015.

Gunnar Sverrir og Þórarinn Arnar eru meðal stærstu hlut­hafa fast­eigna­sölunnar RE/Max á Ís­landi. Í sam­tali við Við­skipta­blaðið segir Gunnar að þetta sýni trú þeirra á ís­lenskum fast­eigna­markaði.

Nýjasti ársreikningur Lindar fasteignasölu sem aðgengilegur er hjá Fyrirtækjaskrá nær yfir rekstararárið 2021. Það ár hagnaðist fasteignasalan um 42 milljónir króna, en árið 2020 nam hagnaður 28 milljónum króna. Rekstrartekjur námu 864 milljónum króna og jukust um 190 milljónir frá fyrra ári.

Eignir Lindar námu 143 milljónum króna í lok árs 2021 og eigið fé 81 milljón króna.

Fjár­festingar­fé­lagið IREF hagnaðist um 452 milljónir árið 2022 saman­borið við 1,8 milljarða árið 2021. Eignir fé­lagsins voru bók­færðar á 5,3 milljarða króna í árs­lok 2022 saman­borið við 3,7 milljarða árið áður. Eigið fé var um 4,3 milljarðar.

Heimild: Vb.is