Home Fréttir Í fréttum Lóð kalkþörungaverksmiðju myndast

Lóð kalkþörungaverksmiðju myndast

124
0
Enn á eftir að bæta nokkrum skipsförmum ofan á landfyllinguna í Súðavík og koma upp bryggju. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Enn er ekki lokið við upp­fyll­ingu í sjón­um við Súðavík. Þar ætl­ar Súðavík­ur­hrepp­ur að út­búa lóð und­ir kalkþör­unga­verk­smiðju. Áform eig­enda Djúpkalks eru óbreytt en ljóst er að upp­hafi fram­kvæmda seink­ar því jarðvegssigi þarf að vera lokið áður en farið verður að byggja verk­smiðju.

<>

Íslenska kalkþör­unga­fé­lagið, sem rek­ur kalkþör­unga­verk­smiðjuna á Bíldu­dal, áform­ar að reisa jafn­stóra verk­smiðju í Súðavík og kall­ar hana Djúpkalk. Verk­smiðjan á að vera á upp­fyll­ingu sem unnið er að.

Súðavík­ur­hrepp­ur stend­ur fyr­ir þeirri fram­kvæmd og hafn­ar­gerð í sam­vinnu við Vega­gerðina. Varn­argarður hef­ur verið reist­ur og búið að dæla upp meg­in­hluta þess efn­is sem þarf í upp­fyll­ing­una en þó vant­ar enn nokkra skips­farma, að sögn Braga Þórs Thorodd­sens sveit­ar­stjóra.

Heimild: Mbl.is