Home Fréttir Í fréttum Gamla Kennarahúsinu skilað

Gamla Kennarahúsinu skilað

59
0
Hér má sjá mynd af húsinu. Ljósmynd/Aðsend

Kenn­ara­sam­band Íslands mun form­lega skila gamla Kenn­ara­hús­inu við Lauf­ás­veg 81 í dag. Árið 2020 flutti sam­bandið í stærra hús­næði vegna fjölg­un­ar í fé­lag­inu í gegn­um árin.

<>

Sam­kvæmt sam­komu­lagi sem gert var árið 1989 þegar ríkið gaf KÍ húsið til yf­ir­ráða gat sam­bandið hvorki selt húsið né leigt en fær kostnað end­ur­bóta á hús­næðinu end­ur­greidd­an.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Kenn­ara­sam­band­inu.

Vona að húsið fái verðugt hlut­verk

Húsið var reist árið 1908 og tók Kenn­ara­skóli Íslands til starfa í hús­inu sama haust. Starf­semi Kenn­ara­sam­bands­ins hófst þar árið 1991 eft­ir mikl­ar end­ur­bæt­ur en þá voru fé­lag­ar sam­bands­ins um 3.500, árið 2020 voru þeir orðnir nærri 11 þúsund.

„Kenn­ara­sam­band Íslands kveður nú Kenn­ara­húsið við Lauf­ás­veg sem á sér­stak­an stað í hjört­um fjöl­margra fé­lags­manna. Það er von KÍ að hús­inu verði fundið verðugt hlut­verk í framtíðinni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Húsið verður af­hent rík­inu við hátíðlega at­höfn í dag klukk­an 15.00 og verður Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra viðstödd.

Heimild: Mbl.is