Home Fréttir Í fréttum Hömlur ehf. hafa tekið tilboði í Laugarnessvæði

Hömlur ehf. hafa tekið tilboði í Laugarnessvæði

430
0
Mynd: Faxaflóahafnir

Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hafa tekið tilboði í eignir Laugarnesbyggðar ehf. sem er félag í eigu Hamla samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Ekki fást upplýsingar frá bankanum um hver er kaupandinn eða hve hátt tilboðið er.

<>

Eignirnar sem um ræðir eru fasteignir og lóðir við Köllunarklettsveg og Héðinsgötu í Reykjavík. Um er að ræða svæði nálægt Laugarnestanga, norðaustan Kirkjusands og vestan Skarfabakka.

Átta tilboð bárust og var hagstæðasta tilboðinu tekið. Tilboðið er með hefðbundnum fyrirvörum, svo sem um fjármögnun, en einnig var gerður fyrirvari vegna forkaupsréttar Faxaflóahafna.

Heimild: Vb.is