Home Fréttir Í fréttum Ákærður í þriðja skattamálinu á fjórum árum

Ákærður í þriðja skattamálinu á fjórum árum

412
0
Embætti héraðssaksóknara. mbl.is/Hjörtur

Tveir karl­menn, ann­ar á fer­tugs­aldri og hinn á fimm­tugs­aldri, hafa verið ákærðir af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir að hafa á ár­un­um 2017 og 2018 látið hjá líða að greiða virðis­auka­skatt upp á 32,4 millj­ón­ir króna í rekstri einka­hluta­fé­lags sem þeir voru í for­svari fyr­ir.

<>

Sá eldri var skráður stjórn­ar­maður og fram­kvæmda­stjóri, en sá yngri, Arm­ando Luis Rodrigu­ez, var varamaður í stjórn og auk þess dag­leg­ur stjórn­andi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rodrigu­ez er ákærður fyr­ir skatta­brot, en árið 2020 var hann dæmd­ur í 14 mánaða fang­elsi og til að greiða 96 millj­ón­ir í sekt vegna meiri hátt­ar skatta- og bók­halds­laga­brota, sem og pen­ingaþvætt­is.ss

Þá var hann árið áður dæmd­ur í þriggja mánaða fang­elsi fyr­ir hlut sinn í skatta­laga­brot­um í tengsl­um við rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins SS verks ehf. árið 2016.

Heimild: Mbl.is