Home Fréttir Í fréttum Þriggja milljarða gagnaver á Akureyri

Þriggja milljarða gagnaver á Akureyri

91
0
Fullbyggt mun gagnaver atNorth við Hlíðarvelli á Akureyri líta svona út. Tölvumynd/atNorth

Nýtt gagna­ver atN­orth að Hlíðar­völl­um 1 á Ak­ur­eyri var form­lega vígt í dag að viðstöddu lyk­ilfólki sem kom að und­ir­bún­ingi, fram­kvæmd­um og fjár­mögn­un verk­efn­is­ins.

<>

Skrifað var und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu milli Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar og atN­orth í apríl í fyrra, skóflu­stunga tek­in að bygg­ing­unni um mitt síðasta ár og reisug­illið var í nóv­em­ber. Nú er fyrsta áfanga verks­ins lokið og húsið form­lega tekið í notk­un. Kostnaður nem­ur vel á þriðja millj­arð króna.

Fyrsti áfangi gagna­vers­ins var tek­inn í notk­un í dag og þá var flaggað. Mbl.is/​Mar­grét Þóra

Eyj­ólf­ur Magnús Krist­ins­son, for­stjóri atN­orth, sagði í at­höfn­inni að um 80 manns hefðu lagt hönd á plóg við upp­bygg­ing­una og lauk lofs­orði á hversu vel hefði verið að verki staðið.

„Þetta er stór dag­ur fyr­ir okk­ur og nærsam­fé­lagið á Ak­ur­eyri. Gagna­verið er það full­komn­asta sinn­ar teg­und­ar og fjar­lægð frá öðrum starfs­stöðvum atN­orth gef­ur viðskipta­vin­um færi á að tryggja land­fræðileg­an aðskilnað milli sinna tölvu­kerfa. Þannig tekst að lág­marka hætt­una af mögu­leg­um trufl­un­um, t.d. vegna nátt­úru­vár. Það styrk­ir okk­ar sam­keppn­is­stöðu,“ sagði Eyj­ólf­ur Magnús.

Eyj­ólf­ur Magnús Krist­ins­son, for­stjóri atN­orth, greindi frá áform­um fyr­ir­tæk­is­ins á Ak­ur­eyri og víðar, við opn­un­ina í dag. Mbl.is/​Mar­grét Þóra

Fyrsti áfangi gagna­vers­ins er í tveim­ur 2.500 fer­metr­ar sam­tengd­um bygg­ing­um en full­byggt verður það rekið í fimm bygg­ing­um. Þá er gert ráð fyr­ir þrem­ur skrif­stofu- og þjón­ustu­hús­um á lóðinni.

Fyr­ir­tækið er með starf­semi á Íslandi, Svíþjóð og Finn­landi, en ástæða þess að Ak­ur­eyri varð var yfir val­inu fyr­ir nýj­ast gagna­verið var m.a. þekk­ing og mannauður sem til staðar er í bæn­um. Þá dreif­ist áhætt­an land­fræðilega en gagna­ver fé­lags­ins hér á landi eru einkum á Reykja­nesi. Eins nefndi hann góðar sam­göng­ur, m.a. í flugi og aukið ör­yggi í raf­orku­mál­um með til­komu Blönd­u­línu.

Upp­bygg­ing gagna­vera í Evr­ópu hef­ur á und­an­förn­um árum færst sí­fellt norðar í álf­una, þar sem hita­stig er lægra, ork­an end­ur­nýj­an­leg, tækni­leg­ir inniviðir eru sterk­ir og hæft fólk fæst til starfa.

Nokkr­ir gest­anna sem voru viðstadd­ir við opn­un gagna­vers­ins. Mbl.is/​Mar­grét Þóra

Heimild: Mbl.is