Home Fréttir Í fréttum 29.06.2023 Niðurrif 4 bygginga á Akranesi

29.06.2023 Niðurrif 4 bygginga á Akranesi

158
0
Mynd: Akranes.is

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í niðurrifi á 4 byggingum og förgun rifúrgangs.

<>

Um er að ræða mannvirki á lóðunum Dalbraut 8 og 10, og Suðurgötu 108 og 124.  Allt steypuvirki skal brjóta niður og hreinsa af bendistáli.  Steypt og malbikuð aksturssvæði skal rífa upp og fjarlægja. Rifúrgang skal flokka og ráðstafa hverjum efnisflokki til endurnýtingar, endurvinnslu eða í förgun.  Í Dalbraut 8 eru asbestplötur sem fjarlægja skal og farga.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. nóvember 2023.  Vettvangsskoðun verður þriðjudaginn 13. júní 2023 kl. 13:00. Mæting á Dalbraut 8.

Nokkrar stærðir:

Brúttórúmmál   9.200 m3,  Gólfflötur    2.600 m2,  Steypumagn   1.600 m3.

Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá fimmtudeginum 8. júní 2023 í gegnum útboðsvef á slóðinni https://akranes.ajoursystem.net.

Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 fimmtudaginn 29. júní 2023.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs