Home Fréttir Í fréttum Nýr Landspítali: Kynningarmyndband um rannsóknahúsið

Nýr Landspítali: Kynningarmyndband um rannsóknahúsið

157
0
Mynd: NLSH.is

Landspítali hefur gefið út kynningarmyndband um rannsóknahúsið, þá starfsemi sem þar mun fara fram og tækifærin sem nýtt hús ber í skauti sér.

<>

Í nýju rannsóknahúsi munu starfa saman sex rannsóknadeildir og þrjú lífsýnasöfn og fá þar tækifæri til að endurskipuleggja starfsemi sína og samþætta í rekstri. Aukin samnýting aðstöðu, rannsóknatækja og mannafla er fyrirséð og með samþjöppun starfseminnar og sjálfvirknivæðingu næst betra flæði, styttri svartími og aukin afköst á hvern fermeter. Vinnuaðstaða verður rýmri, nútímalegri og öruggari.

Rannsóknahúsið er rúmir 18.000 m2 á sex hæðum þar sem meginstarfsemi fer fram á hæðum eitt til fjögur og tæknirými eru í kjallara og á fimmtu hæð. Í húsinu munu starfa um 450 starfsmenn auk fjölda nema. Starfsemin fer stöðugt vaxandi en í dag taka deildirnar á móti 1,4 milljónum sýna árlega og framkvæma á þeim um 3,3 milljónir rannsókna. Vísindastarfsemi er öflug og fær hún einnig betri aðstöðu í húsinu.

Stefnt er að því að starfsemi hefjist árið 2027.

Myndbandið má sjá hér

Viðmælendur í kynningarmyndbandinu eru Björn Rúnar Lúðvíksson framkvæmdastjóri rannsókna og stoðþjónustu, Eiríkur Briem deildarstjóri erfða- og sameindalæknisfræðideildar, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson náttúrufræðingur Blóðbankanum, Gyða Hrönn Einarsdóttir deildarstjóri rannsóknakjarna, Ragnhildur Birna Stefánsdóttir náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild og Lilja Stefánsdóttir deildarstjóri Hringbrautarverkefnisins.

Heimild: NLSH.is