Home Í fréttum Niðurstöður útboða Höfnuðu öllum tilboðum í heitavatnslagnir til Eiða

Höfnuðu öllum tilboðum í heitavatnslagnir til Eiða

332
0
Mynd: Austurfrett.is

Stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) hafnaði nýverið öllum tilboðum í heitavatnslagnir út í Eiða. Óljóst er hvert framhaldið verður.

<>

Í síðustu viku voru opnuð tilboð frá verktökum í stofnlögn og dreifilagnir hitaveitu út í Eiða en á síðasta ári fannst nægilegt magn af heitu vatni í landi Mýness og Breiðavaðs í Eiðaþinghá til að mögulegt væri að veita heitu vatni til þessa fornfræga skólastaðar. Þar fyrirhuga nýir eigendur mikla uppbyggingu og endurnýjun húsakosts á næstu árum eins og Austurfrétt hefur fjallað um.

Samkvæmt áætlun sérstakts ráðgjafa HEF var talið að eðlilegur kostnaður við bæði verkefnin yrðu kringum 137 milljónir króna en þegar tilboðin voru opnuð reyndust lægstu boðin samtals vera rúmlega 186 milljónir eða 36% yfir kostnaðaráætlunum.

Var þar annars vegar Héraðsverk sem bauð lægst rúmar 129 milljónir í stofnlögnina og hins vegar fyrirtækið Línuborun sem hugðist taka að sér að koma dreifilögnum í jörð fyrir tæpar 57 milljónir króna.

Stjórn HEF hafnaði báðum tilboðum enda þau umtalsvert yfir kostnaðaráætlun en fól framkvæmdastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á síðasta stjórnarfundi. Engin svör hafa borist við umleitunum Austurfréttar um hver næstu skref verða.

Heimild: Austurfrett.is