Home Fréttir Í fréttum Bíll kraminn með gröfu í Mosfellsbæ

Bíll kraminn með gröfu í Mosfellsbæ

257
0
Lögreglan hafði í nógu að snúast. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur haft í nógu að snú­ast en 63 mál voru bókuð á milli 05.00 í morg­un og 17.00 í dag. Eitt­hvað var um deil­ur, slys og grun­sam­leg­ar manna­ferðir en sér­stak­asta til­kynn­ing dags­ins er ef­laust til­kynn­ing um skemmd­ar­verk þar sem bif­reið í Mos­fells­bæ er sögð hafa verið kram­in með gröfu.

<>

Að því er fram kem­ur í dag­bók lög­reglu er ger­andi skemmd­ar­verks­ins ókunn­ur en til­kynn­ing­in barst lög­reglu klukk­an 08.39.

Þá barst lög­reglu til­kynn­ing klukk­an 13.30 um mann sem neitaði að yf­ir­gefa stofn­un í miðbæ Reykja­vík­ur og ók lög­regla hon­um heim til sín í kjöl­farið.

Einnig var til­kynnt um deil­ur á milli aðila á sama svæði klukk­an 08.40 í morg­un en málið er sagt hafa verið af­greitt á vett­vangi. Einnig barst til­kynn­ing um minni­hátt­ar lík­ams­árás til lög­reglu­stöðvar­inn­ar sem sér um Breiðholt og Kópa­vog klukk­an 08.21. At­vikið er sagt hafa verið af­greitt á vett­vangi.

Heimild: Mbl.is