Home Fréttir Í fréttum Verkís vinnur áfram fyrir Norsk Hydro á Karmøy í Noregi

Verkís vinnur áfram fyrir Norsk Hydro á Karmøy í Noregi

212
0

Í byrjun vikunnar kom formleg tilkynning frá Hydro um framhald verkefnisins sem HRV/Verkís, hefur unnið að síðustu misserin (Pilotanlegg for energi- og klimaeffektiv aluminiumsproduksjon på Karmøy).

<>

Verkefnið hefur vakið áhuga og ánægju í Noregi, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt þar sem m.a. forsætisráðherra mætti í Karmøy til að vera viðstödd tilkynninguna um framhald verkefnisins.„Utbyggingen er den største fastlandsinvesteringen i norsk industri på over ti år. Men det er i følge statsministeren den viktigste på flere tiår.“

Verkefnið hefur fengið stuðning frá norska ríkinu og fengið ríflegan styrk úr digrum sjóðum. Í fréttinni kemur m.a. fram að Enova SF (sjóður á vegum olíu- og orkuráðuneytisins norska) styrkir verkefnið um 1,5 miljarð NOK. Enova SF er sjóður sem stofnaður var árið 2001 til að koma áfram breytingum til umhverfisvænni orkunotkunar og framleiðslu á orku í Noregi.

Þetta á sennilega drjúgan þátt í að verkefnið heldur áfram, þrátt fyrir lágt álverð nú í langan tíma.

Heimild: Verkís.is

 

Sjá meira um frétt í norskum fjölmiðlum, hér