Home Fréttir Í fréttum Svæði Vísindagarða nær fullþróa

Svæði Vísindagarða nær fullþróa

89
0

Í apríl und­ir­rituðu Vís­indag­arðar, Há­skóli Íslands, Reykja­vík­ur­borg og Gróska vilja­yf­ir­lýs­ingu um að reisa nýj­ar bygg­ing­ar á lóðum B og E á svæði Vís­indag­arða í Vatns­mýr­inni, við Ing­unn­ar­götu á milli Grósku og bygg­ing­ar Al­votech.

<>

Starf­sem­in mun byggj­ast á fyr­ir­mynd og hug­mynda­fræði Grósku hug­mynda­húss og Vís­indag­arða HÍ og hef­ur verk­efnið fengið vinnu­heitið Viska. Í sam­ræmi við hlut­verk og stefnu Vís­indag­arða er ætl­un­in að starf­sem­in sem þar verður til húsa verði á sviði orku-, um­hverf­is- og sjálf­bærni­mála.

Þórey Ein­ars­dótt­ir. Mynd: Hakon Bjorns­son

Þá verður skipu­lögð sam­keppni um hönn­un bygg­ing­ar­inn­ar í sam­starfi við Vís­indag­arða, Grósku ehf. og Arki­tekta­fé­lags Íslands. „Niður­stöður sam­keppn­inn­ar verða síðan grund­völl­ur fyr­ir til­lögu að nýju deili­skipu­lagi fyr­ir lóðirn­ar en Gróska ehf. og Vís­indag­arðar Há­skóla Íslands munu sam­eig­in­lega vinna að því að finna kjöl­festu­leigu­taka í hús­inu,“ seg­ir Þórey Ein­ars­dótt­ir.

„Mark­miðið er að finna leigu­taka sem hef­ur sterk­ar alþjóðleg­ar teng­ing­ar og gagn­ast bæði viðkom­andi fyr­ir­tæki og Há­skóla Íslands, með það í huga að staðsetn­ing fyr­ir­tæk­is­ins á Vís­inda­görðum hafi gagn fyr­ir Há­skól­ann.“

Djúp­tæknikjarni á lóð J
Þórey er aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Vís­indag­arða en líkt og les­end­ur þekkja hef­ur þar átt sér stað mik­il upp­bygg­ing á und­an­förn­um ára­tug­um, m.a. með það að mark­miði að styrkja tengsl at­vinnu­lífs og fræðasam­fé­lags, hlúa að ný­sköp­un og efla grunn­rann­sókn­ir.

Að sögn Þóreyj­ar eru fleiri verk­efni þegar á teikni­borðinu, þar á meðal Djúp­tæknikjarn­inn sem verður á lóð J, við Bjarg­ar­götu 3.

Lestu ít­ar­legri um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is