Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið Viðhaldsverk á ytra byrði Flataskóla sumarið 2023.
Um er að ræða verk sem skal unnið sumarið 2023 með áætluð verklok 30. September og felst í viðhaldframkvæmdum á burðavirki og byggingarhlutum í burðavirki ásamt endurnýjun á gólf- og loftaplötum á afmörkuðum svæðum innan byggingarinnar.
Helstu magntölur eru eftirfarandi:
- Viðhald á steinsteypu, sprungur, múr og málun 2615 m2
- Þakviðgerðir, riðbætur, endurmálun 2078 m²
- Rif og ísetning glugga 44 stk
- Endurnýjun þakkanta 480 m
- Endurnýjun á gólfdúkum 1225 m²
- Skipta út kerfisloftaplötum 1698 m2
Nánari magntölur og sundurliðun má finna í tilboðsskrá.
Útboðsgögn er hægt að nálgast á vefsíðu Garðabæjar.
Tilboð skal senda á netfangið utbod@mannvit.is fyrir kl. 11:00 þann 1. júní 2023.
Opnunarfundur verður ekki opinn bjóðendum. Fundargerð verður send öllum bjóðendum eftir opnun tilboða