Framkvæmdir hefjast í dag við nýja vegtengingu til Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. KVF greinir frá.
Þá munu fulltrúar landsstjórnarinnar og bæjarráðs Þórshafnar sprengja fyrir nýjum göngum, sem eru höfuðþáttur nýju leiðarinnar.
Bæjarráð undirritaði í desember samning við færeyska verktakafyrirtækið Articon um lagningu ganganna, sem verða 2,2 kílómetra löng.
Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á jafnvirði 6,5 milljarða íslenskra króna.
Heimild: Ruv.is