Home Fréttir Í fréttum Miklar framkvæmdir framundan hjá Vestmannaeyjabæ

Miklar framkvæmdir framundan hjá Vestmannaeyjabæ

177
0
Vestmannaeyjar

„Eins og fjallað hefur verið um eru miklar framkvæmdir framundan hjá Vestmannaeyjabæ og snúa þær stærstu að húsnæðismálum aldraðra og fatlaðra auk hagkvæmniúttektar á nýrri sorpbrennslu og víðtæku viðhaldi á eignum. Tæknideildin hjá okkur er hinsvegar lítil og fyrirliggjandi verkefni mörg og erfitt að bæta við verkefnum.”

<>

Þetta segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í samtali við Eyjar.net. Bæjarráð fjallaði í gær um aukningu á stöðugildum hjá umhverfis- og framkvæmdasviði.

Elliði segir að í viðbót við verkefni Vestmannaeyjabæjar eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar eða hafnar hjá einkaaðilum hér í bæ og tæknideildin okkar hefur eftirlitshlutverki að gegna sem og ráðgjöf ýmiskonar. Við hvert verkefni einkaaðila þarf að huga að fráveitum, yfirferð teikninga, eftirliti með framkvæmdum, ráðgjöf og margt fleira.

Ekki um aukningu á útgjöldum að ræða frá gildandi fjárhagsáætlun.

„Til að mæta þessu álagi óskaði framkvæmdastjóri eftir heimild bæjarráðs til að auka stöðugildi á tæknideild tímabundið til að sinna sorpverkefnum og öðrum tilfallandi verkefnum. Mikið er í húfi að vel takist til og reynslan hefur sýnt að í svona verkefnum er nauðsynlegt að hafa einn aðila sem hefur það að meginhlutverki að vinna í þessum verkefnum. Við gerum ráð fyrir að ráðningin gildi í tvö ár.

Ástæða er til að geta þess að gert var ráð fyrir kostnaði vegna þessarar viðbótar í fjárhagsáætlun ársins 2016 og því ekki um aukningu á útgjöldum að ræða frá gildandi fjárhagsáætlun. Verkferlar vegna ráðninga hjá Vestmannaeyjabæ eru hinsvegar afar fast mótaðir og yfirmönnum ekki heimilt að bæta við stöðugildum án samþykkis bæjarráðs. Eins og komið hefur fram er hinsvegar ráðningin sjálf algerlega á ábyrgð framkvæmdastjórans núna eftir að bæjarráð hefur samþykkt aukninguna.” segir bæjarstjóri.

Yfirlit yfir helstu verkefni sem eru á dagskrá hjá Vestmannaeyjabæ á árinu 2016:

Barnaskóli – utanhússviðgerðir

Hraunbúðir – stækkun

Hraunbúðir – dagdvöl – endurbætur

Eldheimar – lóðafrágangur

Kertaverksmiðja – viðbygging, Innanhússbreyting

Sorpbrennsla – hagkvæmniathugun, greining

Íbúðir fatlaðra – frumhönnun, upphaf framkvæmda

Fiskiðjan – utanhússframkvæmdir

Þjónustuíbúðir – frumhönnun og greining

Sóli – lóðarframkvæmdir, dren, gervigras

Kirkjugerði – baklóð

Hamarsskóli/víkin – lóð

Týsheimili – þakklæðning

Týsheimili – brunaviðvörunarkerfi

Sambýli – innanhússbreytingar

Ráðhús – viðgerðir kjallara

Ráðhús – gluggar

Íþróttmiðstöð – flísar og loft gamla gangi

Kvika – neyðarhurð

Kvika – merkingar

Fráveita – hönnun lagna og dælustöðvar Búhamri

Ljósleiðari – Ráðhús til Barnaskóla

Hásteinsvöllur og Týsvöllur – girðingar

Brattigarður – lúga

Brattigarður – sandgildra

Geymsluport hafnarinnar – girðingar ofl.

Íþróttmiðstöð – leki

Hamarsskóli – bíslag

Eldheimar – þakgluggi

Eldheimar – gagnaver

Hraunbúðir – bjöllukerfi

Hafnarhús – utanhússfrágangur

Hafnarhús – salerni og geymsla

Friðarhafnarkantur – endurbygging þekju og viðgerðir á stálþili

Löndunarkantur VSV – viðgerðir á stálþili

Kleifahraun – botnlangi

Strandvegur við Póstinn – breytingar og lagfæringar

Varamannaskýli á Þórs, eða Týssvöll

Frisbeegolfvöllur

Viðhald á Kviku

Uppbyggingar á Blátindsminjum (rústirnar)

Merking úteyja

Körfuboltavöllur

Heimild: Eyjar.is