
Fasteignafélagið Eignabyggð hyggst reisa um 5.000 fermetra atvinnuhúsnæði á Krókhálsi 7a í Reykjavík. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í desember og að húsið verði fullbúið fyrir árslok 2025. Byggingin verður við hlið bílasöluplansins á Krókhálsi 7.
Brynjólfur Smári Þorkelsson, annar eigenda Eignabyggðar, segir áætlað að framkvæmdin kosti á þriðja milljarð króna. Eignabyggð sérhæfir sig í uppbyggingu atvinnuhúsnæðis en félagið er í eigu Brynjólfs Smára og Hannesar Þórs Baldurssonar.

Brynjólfur Smári segir félagið opið fyrir því að selja eða leigja húsið á Krókhálsi 7a. Viðræður hafi staðið yfir við fulltrúa nokkurra fyrirtækja en reynslan sé sú að alvara færist í viðræður þegar framkvæmdir séu langt komnar.
Spurður hvernig þetta verkefni kom til segir Brynjólfur Smári að Reykjavíkurborg hafi verið með lóðina í sölu frá árinu 2007.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.
Himild: Mbl.is