Home Fréttir Í fréttum Reisir stórhýsi á Krókhálsinum

Reisir stórhýsi á Krókhálsinum

388
0
Svona á byggingin að líta út, séð frá Krókhálsi. Á annarri og þriðju hæð verður hægt að hafa verslanir og skrifstofurými. Teikningar/K.J. hönnun

Fast­eigna­fé­lagið Eigna­byggð hyggst reisa um 5.000 fer­metra at­vinnu­hús­næði á Krók­hálsi 7a í Reykja­vík. Stefnt er að því að hefja fram­kvæmd­ir í des­em­ber og að húsið verði full­búið fyr­ir árs­lok 2025. Bygg­ing­in verður við hlið bíla­söluplans­ins á Krók­hálsi 7.

<>

Brynj­ólf­ur Smári Þorkels­son, ann­ar eig­enda Eigna­byggðar, seg­ir áætlað að fram­kvæmd­in kosti á þriðja millj­arð króna. Eigna­byggð sér­hæf­ir sig í upp­bygg­ingu at­vinnu­hús­næðis en fé­lagið er í eigu Brynj­ólfs Smára og Hann­es­ar Þórs Bald­urs­son­ar.

Vegna land­halla skap­ast tæki­færi til að hafa aukna loft­hæð á jarðhæð húss­ins. Bygg­ing­in verður við hlið bíla­söluplans­ins á Krók­hálsi 7 en það svæði fékk nafnið K7. Teikn­ing­ar/​K.J. hönn­un

Brynj­ólf­ur Smári seg­ir fé­lagið opið fyr­ir því að selja eða leigja húsið á Krók­hálsi 7a. Viðræður hafi staðið yfir við full­trúa nokk­urra fyr­ir­tækja en reynsl­an sé sú að al­vara fær­ist í viðræður þegar fram­kvæmd­ir séu langt komn­ar.

Spurður hvernig þetta verk­efni kom til seg­ir Brynj­ólf­ur Smári að Reykja­vík­ur­borg hafi verið með lóðina í sölu frá ár­inu 2007.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Himild: Mbl.is