Home Fréttir Í fréttum Ríkustu Ís­lendingarnir: Stofnaði Eykt

Ríkustu Ís­lendingarnir: Stofnaði Eykt

521
0
Pétur stofnaði Eykt árið 1986 ásamt Theodóri Sólonssyni. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Pétur Guðmundsson er eini hluthafi og framkvæmdastjóri byggingarfyrirtækisins Eykt í gegnum fjárfestingarfélagið Mókoll ehf.

<>

Pétur Guðmundsson er eini hluthafi og framkvæmdastjóri byggingarfyrirtækisins Eykt í gegnum fjárfestingarfélagið Mókoll ehf. Hann er meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.

Pétur stofnaði Eykt árið 1986 ásamt Theodóri Sólonssyni. Pétur og Eykt hafa staðið að fjölda byggingaverkefna. Stærsta verkefni Eyktar þessa dagana er uppsteypa 58 þúsund fermetra meðferðarkjarna við nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík.

Auk Eyktar á Pétur fjölmörg önnur dótturfyrirtæki í gegnum Mókoll, þar á meðal Íþaka fasteignir ehf. Íþaka hefur til að mynda gert leigusamning til þrjátíu ára við Ríkiseignir um skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni og á Höfðatorgi sem á að hýsa starfsemi Skattsins og Fjársýslu ríkisins.

Meðal annarra dótturfélaga Mókolls er Steypustöðin, Tak-malbik og ýmis fasteignafélög.

Heimild: Vb.is