Home Fréttir Í fréttum Leyfi til framkvæmda nálgast

Leyfi til framkvæmda nálgast

148
0
Hvammsvirkjun verður efst virkjana í neðanverðri Þjórsá. mbl.is/RAX

Vinna á veg­um sveit­ar­stjórna Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps við und­ir­bún­ing ákvörðunar um út­gáfu fram­kvæmda­leyf­is vegna Hvamms­virkj­un­ar í neðri hluta Þjórsár er vel á veg kom­in.

<>

Odd­viti og sveit­ar­stjóri Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps á von á því að sveit­ar­stjórn ákveði í næsta mánuði að gefa út fram­kvæmda­leyfi eða eft­ir at­vik­um að hafna því vegna skorts á gögn­um. Odd­viti Rangárþings ytra á von á því að fram­kvæmda­leyfi verði gefið út fljót­lega, að minnsta kosti fyr­ir sum­ar­hlé sveit­ar­stjórn­ar.

Verk­fræðistofa hef­ur unnið drög að sam­eig­in­legri grein­ar­gerð sveit­ar­fé­lag­anna vegna út­gáfu fram­kvæmda­leyf­is. Síðan taka sveit­ar­stjórn­irn­ir við og ganga frá gögn­un­um, hvor fyr­ir sig, og meta hvernig af­greiða skuli um­sókn­ina. Lands­virkj­un vinn­ur áfram að und­ir­bún­ingi fram­kvæmda, þótt end­an­legt leyfi liggi enn ekki fyr­ir, meðal ann­ars að rann­sókn­um á virkj­ana­svæði, und­ir­bún­ingi útboða á veg­um og for­vali afl­véla.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is