Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag

Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag

119
0
Mynd: Vatnsmýri

Mikið hefur verið deilt um fyrirhugaðar framkvæmdir hjá Valsmönnum við flugvallarsvæðið. Ekki eru menn sammála hvort framkvæmdir séu byrjaðar eða ekki.  Í kjölfar færslu á Facebook síðu ” Ég vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri “

<>

Það sem þeir eru að vísa til er eins og margt annað sem þeir vísa til, bara tóm steypa,“ segir Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf, aðspurður um mynd sem stuðningsmenn flugvallarins í Vatnsmýri birtu í vikunni af framkvæmdum við flugvallarsvæðið.

„Það er stífluð frárennslislögn sem rennur undir Hlíðarendasvæðið og hefur verið stífluð síðan í október,“ segir Brynjar um framkvæmdirnar. „Þetta hefur ekkert með okkar framkvæmdir að gera, enda fyrir utan okkar svæði,“ segir hann en bætir við að framkvæmdir við Hlíðarendabyggðina hefjist engu að síður á næstu dögum.

„Það er bara verið að skrifa undir verksamninga og framkvæmdir hefja strax á mánudag,“ segir hann.

Heimild:  Vísir.is