Home Fréttir Í fréttum Engu svarað um kostnað Fossvogsbrúar

Engu svarað um kostnað Fossvogsbrúar

67
0
Hér er horft yfir brúna Öldu Reykjavíkurmegin og yfir á Kársnes. Teikning/Efla og BEAM

Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur víða leitað svara um raun­veru­lega kostnaðaráætl­un Foss­vogs­brú­ar en án ár­ang­urs – nú síðast á borg­ar­stjórn­ar­fundi.

<>

Fyr­ir rúm­um tveim­ur árum var talað um að kostnaður brú­ar­inn­ar gæti numið 2,2 millj­örðum króna, en Kjart­an tel­ur aug­ljóst að það sé van­mat. Tel­ur hann að kostnaður­inn verði frá fimm til sjö millj­örðum króna.

Kjart­an lagði fram fyr­ir­spurn um kostnað brú­ar­inn­ar í borg­ar­ráði og tók svo málið upp á borg­ar­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag­inn.

„Þar beindi ég spurn­ingu til borg­ar­stjóra og vakti at­hygli á fyr­ir­spurn­inni en fékk ekk­ert svar,“ seg­ir Kjart­an í sam­tali við mbl.is.

Kjart­an Magnús­son leit­ar svara. Ljós­mynd/​Aðsend

Leitað svara í all­an vet­ur
„Ég hef í all­an vet­ur verið að reyna að fá upp­lýs­ing­ar um hver áætlaður kostnaður brú­ar­inn­ar sé. Þetta er stærsta sam­göngu­fram­kvæmd á höfuðborg­ar­svæðinu í mörg ár,“ seg­ir Kjart­an.

Hann seg­ir brös­ug­lega hafa gengið að fá svör en í des­em­ber hafi hann fengið svar frá um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur þar sem talað var um kostnað brú­ar­inn­ar upp á 2,2 millj­arða króna.

„Tal­an var þá tveggja ára göm­ul og var byggð á ein­hvers kon­ar frummati. Síðan hef­ur sam­keppni farið fram um hönn­un brú­ar­inn­ar og ég trúi ekki öðru en það hafi ein­hvers kon­ar kostnaðaráætl­un verið unn­in því það er al­veg út í hött að miða við 2,2 millj­arða,“ seg­ir Kjart­an.

„Það er al­veg aug­ljóst að þetta er orðin hærri upp­hæð en þetta og þess vegna er svo skrítið að það skuli vera lagt fram með op­in­beru ráði þetta svar sem er greini­lega orðið úr­elt og mjög furðulegt að það eigi að halda svona hlut leynd­um fyr­ir kjörn­um full­trú­um. Það er al­manna­fé sem á að fara í þetta.“

Mögu­lega verið að reyna forðast óþægi­lega umræðu
Kjart­an seg­ist ótt­ast að hugs­un­in sé sú að verið sé að halda raun­veru­legri kostnaðaráætl­un leyndri til að forðast óþægi­lega umræðu.

„Fram­kvæmd­ir eru í raun byrjaðar við brúna. Fyr­ir ára­mót hófst færsla raf­magns­strengja vegna brú­ar­inn­ar sem borg­in sá um. Þær kostuðu um 200 millj­ón­ir króna,“ seg­ir Kjart­an.

Heimild: Mbl.is