Home Fréttir Í fréttum 125 milljónir í sekt fyrir skattsvik

125 milljónir í sekt fyrir skattsvik

895
0
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þorsteini A. Péturssyni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lands­rétt­ur staðfesti í gær dóm Héraðsdóm Reykja­vík­ur þar sem Þor­steinn A. Pét­urs­son var dæmd­ur í tólf mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og til að greiða 125 millj­ón­ir í rík­is­sjóð fyr­ir meiri hátt­ar brot gegn skatta­lög­um.

<>

Þor­steinn var ákærður fyr­ir brot gegn skatta­lög­um og pen­ingaþvætti, fram­in í rekstri ónefnds einka­hluta­fé­lags, en hann var í senn fram­kvæmda­stjóri og stjórn­ar­maður fé­lags­ins. Við meðferð máls­ins í héraði féll ákæru­valdið frá ákæru um pen­ingaþvætti en Þor­steinn játaði þá sök sam­kvæmt þeim ákæru­liðum sem eft­ir stóðu.

Freistaði þess að milda dóm­inn

Hann var þá dæmd­ur í héraðsdómi í tólf mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og gert að greiða sekt að fjár­hæð 125 millj­ón­ir krón­ur í rík­is­sjóð inn­an fjög­urra vikna frá upp­kvaðningu dóms­ins. Ef Þor­steinn greiðir ekki inn­an til­greinds frest sæt­ir hann fang­elsi í 360 daga.

Þor­steinn áfrýjaði mál­inu til Lands­rétt­ar og fór fram á það að refs­ing sín yrði milduð. Lands­rétt­ur leit til þess að ekki væri full­nægt skil­yrðum laga um staðgreiðslu op­in­berra gjalda og laga um virðis­auka­skatt til að fara niður fyr­ir fé­sekt­ar­lág­mark ákvæðanna.

Þar af leiðandi var ákvæði héraðsdóms um sekt­ar­refs­inu Þor­steins staðfest jafnt og ákvæði héraðsdóms um fang­els­is­refs­ingu og skil­orðsbind­ingu henn­ar. Stend­ur því dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur óraskaður en Þor­steinn var jafn­framt dæmd­ur til að greiða all­an áfrýj­un­ar­kostnað máls­ins og mál­svarn­ar­laun skipaðs verj­anda síns, sam­tals 774.980 krón­ur.

Heimild: Mbl.is