Home Fréttir Í fréttum Byggja sautján hæða hótelturn í miðborginni

Byggja sautján hæða hótelturn í miðborginni

292
0
Útsýnið frá útsýnispalli hótelsins.

Rauðsvík áform­ar að hefja upp­bygg­ingu íbúða og sautján hæða hót­elt­urns á horni Skúla­götu og Vita­stígs á næstu mánuðum.

<>

Verk­efnið fór á ís vegna far­sótt­ar­inn­ar en stefnt var að opn­un hót­els­ins fyr­ir árs­lok 2021.

Atli Kristjáns­son fram­kvæmda­stjóri Rauðsvík­ur seg­ir áformin lítið hafa breyst síðan greint var frá þeim í árs­byrj­un 2020. Hót­elið verði rekið und­ir merkj­um Radis­son RED.

Sam­kvæmt þeirri hönn­un sem hef­ur verið kynnt er gert ráð fyr­ir út­sýn­is­ver­önd á einni af efstu hæðum turns­ins. Var hug­mynd­in að skapa nýj­an áfangastað fyr­ir borg­ar­búa og ferðamenn.

Hót­elt­urn­inn verður að óbreyttu síðasta há­hýsið við Skúla­götu sem er tíu hæðir eða hærra, en sú upp­bygg­ing hófst á 9. ára­tugn­um.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is