Bláskógabyggð varð sveitarfélag 9. júní 2002 en þá sameinuðust Biskupstungnahreppur, Laugardalshreppur og Þingvallahreppur. Íbúar eru alls 980. Bláskógabyggð er mjög landstórt og víðfemt sveitarfélag. Öflugt félagslíf er í sveitarfélaginu. Hefð er fyrir miklu skólasamfélagi á Laugarvatni, en þar eru öll skólastig; leikskóli, grunnskóli, menntaskóli og háskóli. Ferðaþjónusta er mjög stór atvinnugrein í Bláskógabyggð og matvælaframleiðsla mikil. Menning er á háu stigi um allt sveitarfélagið og það skartar fjölförnustu ferðamannastöðum landsins; Þingvöllum, Laugarvatni, Geysi, Gullfossi og Skálholti. Sjá nánar á heimasíðunni: www.blaskogabyggd.is.
Sviðsstjóri Framkvæmda- og veitusviðs
Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir starf sviðsstjóra Framkvæmda- og veitusviðs laust til umsóknar. Sviðsstjóri á samstarf við alla starfsmenn og stjórnendur sveitarfélagsins og einnig eru mikil samskipti við íbúana. Sviðsstjóri ber ábyrgð gagnvart sveitarstjóra í öllum störfum sínum og ákvörðunum. Bláskógabyggð leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi og við hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um starfið.
Meginverkefni:
- Umsjón og ábyrgð á rekstri Framkvæmda- og veitusviðs sem m.a. er rekstur þjónustumiðstöðvarinnar í Reykholti, Eignarsjóðs, fráveitu og leiguíbúða. Einnig er umsjón með rekstri Bláskógaveitu í samstarfi við veitustjóra Bláskógaveitu
- Ábyrgð á stjórnsýslulegri úrvinnslu og gagnaskilum innan verksviðs Framkvæmda- og veitusviðs, sem samþykktir, reglugerðir og lög kveða á um
- Dagleg samskipti við starfsmenn og viðskiptavini Bláskógabyggðar
- Starfsmannahald
- Gerð fjárhagsáætlana fyrir Framkvæmda- og veitusvið í samstarfi við veitustjóra, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra
- Umsjón með viðhaldi mannvirkja og eigna sveitarfélagsins
- Ábyrgð og eftirlit með öryggismálum
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfinu, t.d. viðskipta- og/eða rekstrarhagfræði. Tæknimenntun og reynsla af sambærilegu starfi er styrkur
- Skipulagshæfileikar og nákvæmni í störfum
- Afar góðir samskiptahæfileikar
- Góð tölvukunnátta og reynsla í vinnslu bókhalds og reikningskerfa
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Reynsla í stjórnun og mannaforráði
- Reynsla og þekking á stjórnsýslu sveitarfélaga er æskileg
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður forstöðumanns Framkvæmda- og veitusviðs er sveitarstjóri.
Umsóknum skal skila inn til skrifstofu Bláskógabyggðar fyrir 26. febrúar 2016, en hún er staðsett í Aratungu, Reykholti, 801 Selfoss.
Upplýsingar veitir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri (897-0890), eða Helgi Kjartansson, oddviti sveitarstjórnar (898-1552). Sími skrifstofu Bláskógabyggðar er 480-3000.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið.