Home Fréttir Í fréttum Stórar breytingar við Bústaðaveg og Reykjanesbraut

Stórar breytingar við Bústaðaveg og Reykjanesbraut

113
0
Breytingar á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar verða kynntar í gær. Vegagerðin

Stór­ar breyt­ing­ar munu verða á gatna­mót­um Bú­staðaveg­ar og Reykja­nes­braut­ar. Til stend­ur annað hvort að reisa brú við gatna­mót­in eða að af­nema vinstri beygju þar al­farið. Við breyt­ing­ar verður mikið til­lit verður tekið til upp­bygg­ing­ar fyr­ir­hugaðrar borg­ar­línu.

<>

Kynn­ing­ar­fund­ur um breyt­ing­ar var hald­inn klukk­an 17:00 í gær í húsa­kynn­um Reykja­vík­ur­borg­ar í Borg­ar­túni 14. Vega­gerðin, Reykja­vík­ur­borg og Betri sam­göng­ur stóðu að fund­in­um.

„Þetta hef­ur áður verið til umræðu fyr­ir mörg­um árum og nú er þessi vinna að fara aft­ur í gang,“ seg­ir Kristján Árni Kristjáns­son, verk­efna­stjóri Vega­gerðar­inn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að niðurstaðan komi úr grein­ingu sem unn­in var fyr­ir nokkr­um árum til þess að finna lausn­ir fyr­ir um­ferð á Reykja­nes­braut­inni.

Um­ferðarljós­in verða af­num­in

Tvenn­ar breyt­ing­ar koma til greina við gatna­mót­in, ann­ars veg­ar að reisa brú við með vinstri beygju en hins veg­ar að fjar­læga al­farið vinstri­beygju við gatna­mót­in. Í báðum til­fell­um yrðu um­ferðarljós­in af­num­in.

Frá gatna­mót­um Reykja­nes­braut­ar og Bú­staðaveg­ar. Mynd úr safni. mbl.is/​Brynj­ar Gauti

„Fyr­ir all­ar lausn­ir verða ljós­in af­num­in, hvort sem það yrði bara hægri inn og út eða hvort við verðum með vinstri beygju á brú,“ seg­ir Kristján

Mikið til­lit tekið til Borg­ar­lín­unn­ar

„End­an­leg lausn fyr­ir gatna­mót­in við Bú­staðaveg verður ekki val­in fyrr en við erum búin að sjá hvaða leið fyr­ir Borg­ar­línu hent­ar best,“ seg­ir Kristján og bæt­ir við að breyt­ing­arn­ar séu gerðar með hliðsjón af upp­bygg­ingu Borg­ar­lín­unn­ar. Þá þurfi að fá á hreint hvoru meg­in við göt­una Borg­ar­lín­an liggi.

Ljós­mynd/​Betri sam­göng­ur
Hann seg­ir að þá þurfi að vita „hvort borg­ar­lína verði í aust­ur­kanti Reykja­nes­braut­ar og keyri meðfram Elliðaár­daln­um“ eða hvort hún muni keyra „inni í miðju Reykja­nes­braut­ar“.
Heimild: Mbl.is