Home Fréttir Í fréttum Stórbruni í Tálknafirði rakinn til glóðar frá opnum eldi

Stórbruni í Tálknafirði rakinn til glóðar frá opnum eldi

101
0

Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á stórbruna í Tálknafirði er lokið. Talið er að eldurinn hafi kviknað þegar glóð frá opnum eldi bárust í plastteninga. Enginn var með réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins.

<>

Bruninn í nýbyggingu Artic Smolt í botni Tálknafjarðar í lok febrúar er upplýstur. Í færslu sem lögreglan á Vestfjörðum birti í morgun kemur fram iðnaðarmenn hafi verið að þétta steypta veggi og til þess hafi þeir meðal annars notað gas og opinn eld.

Talið er að eldurinn hafi kviknað eftir að glóð frá opna eldinunum barst í plastteninga sem voru ekki langt frá og reyndust innihalda mjög eldfim efni.

Tilraunir starfsmanna til að slökkva eldinn báru ekki árangur en tveir hlutu minniháttar brunasár.

Í færslunni kemur fram að slökkvistarfið hafi tekið um tíu klukkustundir. Enginn var með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar og hefur eigendum og tryggingarfélagi verið gert kunnugt um niðurstöðuna.

Heimild: Ruv.is