Home Fréttir Í fréttum Bráðabirgðabrú verður sett á Síkið

Bráðabirgðabrú verður sett á Síkið

235
0
Styttri brúin yfir Ferjukotssíki skekktist og því þurfti að rífa hana. Ljósmynd/Vegagerðin

Styttri brú­in á Ferju­kots­s­íki í Borg­ar­f­irði skemmd­ist í vatna­vöxt­un­um í Hvítá á dög­un­um. Hún var tal­in hættu­leg og var ákveðið að rífa hana og nú er verið að fylla í skarðið.

<>

Á móti verður lengri brú­in lengd og byggð ný brú, til bráðabirgða, á þann ál sík­is­ins.

Sík­is­brýrn­ar eru á gamla þjóðveg­in­um um Hvítá og Ferju­kot sem hald­ist hef­ur nán­ast óbreytt­ur frá því um 1950.

Eft­ir að Borg­ar­fjarðar­brú­in kom minnkaði um­ferðin mikið. Veg­ur­inn og þar með brýrn­ar eru þó tald­ar nauðsyn­leg­ar til að halda op­inni þess­ari gömlu teng­ingu yfir Hvítá, með gömlu boga­brúnni, og einnig inn­an sveit­ar.

Þannig tengja brýrn­ar Ferju­kot við aðra hluta gamla Borg­ar­hrepps og raun­ar sjálfa bújörðina.

Heimild: Mbl.is