Home Fréttir Í fréttum Vilja stækka lóðarmörk fyrir nýja þjóðarhöll

Vilja stækka lóðarmörk fyrir nýja þjóðarhöll

175
0
Þessi teikning fylgir tilkynningu borgarinnar um nýtt skipulag fyrir þjóðarhöllina. Teikning/Reykjavíkurborg

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar legg­ur til að lóðarmörk Laug­ar­dals­hall­ar verði stækkuð til að rúma bygg­ingu nýrr­ar þjóðar­hall­ar.

<>

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá borg­inni er stækk­un lóðar­inn­ar ætluð til að rúma nýju höll­ina en muni einnig taka til­lit til nú­ver­andi íþrótta­halla og stofn­stíga meðfram Suður­lands­braut.

Horft til borg­ar­línu
Deilu­skipu­lags­breyt­ing­in tek­ur einnig til­lit til fyr­ir­hugaðrar borg­ar­línu­stöðvar við Suður­lands­braut og aðgengi á milli stöðvar­inn­ar, þjóðar­hall­ar­inn­ar og að öðru aðdrátt­ar­afli í Laug­ar­dal.

Laug­ar­dals­höll. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

„Við staðsetn­ingu aðal­inn­ganga er mik­il­vægt að horfa til vænt­an­legr­ar borg­ar­línu­stöðvar á Suður­lands­braut, vest­an gatna­mót við Veg­múla. Vega og meta skal mögu­leika á að tengja aðkomu­leið að höll­inni með brú yfir sam­göngu­stíg­ana,“ seg­ir í aug­lýs­ingu umhverf­is- og skipu­lags­ráðs.

Enn ekki sam­mælst um kostnaðar­skipt­ingu
Áform um bygg­ingu á nýrri þjóðar­höll hafa verið tals­vert til umræðu und­an­farið. Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, und­ir­rituðu öll vilja­yf­ir­lýs­ingu um bygg­ingu hall­ar­inn­ar á síðasta ári, og áform um bygg­ingu henn­ar voru til­kynnt í janú­ar á þessu ári.

Hef­ur það vakið at­hygli að ekki hef­ur verið sam­mælst um með hvaða hætti fram­kvæmd­irn­ar verði fjár­magnaðar og hvernig kostnaðar­skipt­ingu verði háttað milli Reykja­vík­ur­borg­ar og rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is