Home Fréttir Í fréttum Alútboð í byggingu nýrrar Hamarshallar í Hveragerði

Alútboð í byggingu nýrrar Hamarshallar í Hveragerði

190
0
Hamarshöll eins og hún mun líta út að loknum fyrsta áfanga. Mynd: Hveragerðisbær – Alark arkitektar

Þann 9.mars sl. rann út frestur til að skila inn tilboði í byggingu nýrrar Hamarshallar og bárust alls 4 tilboð.

<>

Skipuð hefur verið matsnefnd á vegum Hveragerðisbæjar, sem í sitja fimm fulltrúar, þar á meðal einn arkitekt. Hlutverk matsnefndarinnar er að meta þau tilboð og fylgigöng sem bárust.

Matsnefndin hefur nú tvær vikur til þess að rýna gögnin og meta tilboðin. Þann 23. mars verða síðan verðtilboð opnuð og heildarniðurstöður tilboða ætti því að liggja fljótlega fyrir eftir það.

Heimild: Hveragerði.is