Home Fréttir Í fréttum Verktaki fann einstakan helli fyrir tilviljun

Verktaki fann einstakan helli fyrir tilviljun

144
0
Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Hraun­hell­ir fannst á dög­un­um í grennd við Jarðböðin í Mý­vatns­sveit þar sem unnið var að greftri grunn­ar fyr­ir ný­bygg­ing­ar. Jarðvinnu­verktaki var þar að brjóta klöpp þegar þak hell­is­ins gaf sig og stærðar­inn­ar niður­fall birt­ist skyndi­lega.

<>

Í til­kynn­ingu á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar kem­ur fram að starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar hafi þegar farið í tvær vett­vangs­ferðir í hell­inn og þykir ljóst að hann geymi sér­stak­ar og afar fá­gæt­ar jarðmynd­an­ir.

Ljósmynd/Umhverfisstofnun

„Þar til þak hell­is­ins brotnaði var hell­inn senni­lega heit­ur og full­ur af jarðhitalofti. Við þær aðstæður hafa mynd­ast afar sér­stak­ar og viðkvæm­ar út­fell­ing­ar.

Óljóst er ná­kvæm­lega um hvaða út­fell­ing­ar er að ræða, en fá­gæti og sérstaða þeirra þykir ótví­rætt og vernd­ar­gildi hátt. Útfell­ing­arn­ar mynda á viss­um svæðum í hell­in­um sam­felld­ar breiður sem þekja óslitið nokkra fer­metra.“

Til að valda sem minnstu raski á jarðminj­un­um í hell­in­um hef­ur um­ferðin um hann verið tak­mörkuð veru­lega. Dreif­ing út­fell­ing­anna um hell­inn er slík að erfitt er að ferðast um hell­inn án þess að valda óaft­ur­kræfu raski á þeim. Starfs­menn verk­fræðistof­unn­ar EFLU hafa unnið að kort­lagn­ingu og skönn­un hell­is­ins, ásamt því að af­marka með bönd­um ákveðna leið um hell­is­gólfið.

Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Heimild: Mbl.is