Home Fréttir Í fréttum Húsasmiðjan lækkar verð á byggingavörum um 20 prósent

Húsasmiðjan lækkar verð á byggingavörum um 20 prósent

151
0

Húsasmiðjan hefur ákveðið að lækka listaverð á byggingavörum eins og timbri, plötum, einangrun, steypustáli, skrúfum og festingum um 20 prósent. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að lækkuninni sé meðal annars náð með því að einfalda afsláttarkerfi Húsasmiðjunnar. Áfram verði veittir afslættir til magnkaupa en dregið verði úr öllum öðrum afsláttum. Því sé verðlisti fyrirtækisins orðin gegnsærri sem sé í takt við að sem yngri kynslóðir neytenda vilja. Þ.e. að verðið sem gefið sé upp sé raunverðið. Samhliða hefur Húsasmiðjan tekið upp nýtt slagorð, „Byggjum á betra verði“.

<>

Í tilkynningu Húsasmiðjunnar segir að með lækkuninni sé fyrirtækið að taka á sig nokkuð mikið tekjutap. Stjórnendur hennar telji hins vegar að gegnsærra verð muni auka viðskipti við almenning og samhliða muni þessi lækkun stuðla að lækkun byggingakostnaðar. Fyrirtækið telur sig einnig vera að leggja vog á lóðaskálar baráttu gegn verðbólgu og óæskilegum þensluáhrifum.

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir breytinguna vera mikil tíðindi á byggingamarkaði. „Þessi breyting mun kosta okkur töluverðar fjárhæðir en með gegnsæjum verðlista og lægra almennu verði erum við bjartsýn á að við fáum það til baka í formi aukinna viðskipta. Breytingin er komin til vegna þrýstings frá neytendum en afgreiðslufólkið í verslunum okkar hefur greint okkur frá breyttu viðhorfi viðskiptavina til afslátta. Fólk leitar síður tilboða. Það vill geta treyst því að verðið á hillunni og á netinu sé lægsta mögulega verð. Kaupirðu mikið af okkur, eins og margir fagmenn og einstaklingar í stærri framkvæmdum, þá er eðlilegt að fá einhvern afslátt en að öðru leyti munu viðskiptavinir nú sitja við sama borð.  Það hjálpar okkur að taka þessa ákvörðun að gengisþróun hefur verið hagstæð undanfarið en á móti kemur þó að nýir kjarasamningar eru fyrirtækinu dýrir.  Við treystum því að þessi jákvæða aðgerð hvetji fólk til framkvæmda og auðveldi neytendum að byggja á betra verði um allt land.“

Heimild: Kjarninn.is