Home Fréttir Í fréttum Nýtt hverfi tekur á sig mynd

Nýtt hverfi tekur á sig mynd

211
0
Snókur vinnur nú að jarðvegsvinnu við Vorbraut og Ýlisholt á Hnoðraholti. Fyrir miðri mynd má sjá hvar Vorbraut tengist inn á Vetrarbraut. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stutt er í að jarðvegs­verktaki skili af sér fyrstu göt­um og lóðum í nýju hverfi sem Garðabær skipu­legg­ur á Hnoðraholti, en um er að ræða fyrstu svæðin í hverfi þar sem að lok­um verða byggðar á bil­inu 1.700 til 2.000 íbúðir.

<>

Stór hluti efn­is­ins sem verður til við jarðvegs­vinn­una hef­ur verið end­ur­nýtt­ur inn­an svæðis­ins, en einnig hef­ur hluti hans verið notaður í nýj­an minn­ing­arg­arð sem nú er unnið að uppi á Rjúpna­hæð, fyr­ir ofan Víf­ilstaðavatn.

Vetr­ar­braut­in ligg­ur frá Arn­ar­nes­veg­in­um og upp á Hnoðraholtið og sker svæðið þar sem jarðvegs­vinna er nú í gangi. Vinstra meg­in, nær Reykja­nes­braut­inni, mót­ar fyr­ir gatna­gerð við Þorra­holt. Hægra meg­in sést hvar Vor­braut kem­ur inn á Vetr­ar­braut og gatna­gerð við Ýlis­holt. Hand­an vinnusvæðis­ins er Lind­ar­hverfi í Kópa­vogi og aðeins fjær er svo Smáralind­in. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sig­urður Arn­ar Sig­urðsson er verk­efna­stjóri jarðvinnu hjá verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Snóki sem er verktaki á stærst­um hluta þess svæðis þar sem nú er unnið í Hnoðraholti. Hann seg­ir í sam­tali við mbl.is að fram­kvæmd­ir hafi gengið mjög vel frá því að þær hóf­ust um miðjan maí í fyrra.

„Við erum að skila fyrstu lóðunum í júní og þá verða þær af­hend­ar til Garðabæj­ar,“ seg­ir hann. Þar er um að ræða aðra af aðal­braut­un­um sem munu liggja í gegn­um hið nýja hverfi, göt­una Vor­braut og svo íbúðagöt­una Ýlis­holt, en hún er í nokkr­um botn­löng­um.

Til viðbót­ar við það verk­efni sem Snók­ur vinn­ur að er ann­ar verktaki í jarðvegs­vinnu við götu sem kall­ast Þorra­holt, en hún verður næst gatna­mót­um Arn­ar­nes­veg­ar og Reykja­nes­braut­ar, við mis­læga hring­torgið.

Horft frá Hnoðraholti yfir Vetr­ar­mýri og Víf­ilstaðaland. Reykja­nes­braut­in er hægra meg­in. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Verk­efn­um Snóks verður þó ekki lokið í júní því í sept­em­ber er áætlað að skila af sér göt­un­um Deplu­holti og Útholti, sem ná í átt að nú­ver­andi byggð í Þorra­söl­um í Kópa­vogi. Eins og mbl.is fjallaði um í fyrra vek­ur það at­hygli að Vor­braut mun tengj­ast inn í Þorra­sali og þar með tengja þessi tvö hverfi sam­an, sem eru í sitt hvoru sveit­ar­fé­lag­inu, án þess að fara þurfi í gegn­um aðal­braut­ir eins og oft hef­ur verið venj­an á höfuðborg­ar­svæðinu hingað til.

Sig­urður seg­ir fyr­ir­tækið sjá um alla jarðvinnu í um­rædd­um verk­um, frá allri veitu­lagn­ingu að því að gera göt­una þannig að hún sé til­bú­in und­ir mal­bik­un. Þeir sem hafa verið á ferð upp með Arn­ar­nes­vegi hafa ef­laust tekið eft­ir fram­kvæmd­um sem þar eiga sér stað við hlið veg­ar­ins og seg­ir Sig­urður að þar sé um að ræða hluta af frá­veitu fyr­ir hverfið sem Snók­ur sjái einnig um.

Frá Hnoðraholti sést yfir Víf­ilstaðavatnið, en einnig er Rjúpna­hæðin fyr­ir vinstra meg­in í fjarska. Rétt vinstra meg­in við Víf­ilstaðabrekk­una sem sést fyr­ir miðju, má svo sjá móta fyr­ir minn­ing­arg­arðinum sem er í vinnslu. Þangað hef­ur Snók­ur flutt hluta þess efn­is sem varð til við vinn­una á Hnoðraholti. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Með víðara sjón­ar­horni má bet­ur sjá yfir Ýlis­holt og fyr­ir­hugaða teng­ingu við Þorra­sali. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þessi vinna sem nú stend­ur yfir er hluti af svæði sem kall­ast Hnoðraholt norður, en í heild­ina nær svæðið þó yfir allt holtið og niður í Vetr­ar­mýri, þar sem þegar hef­ur verið reist sam­nefnt íþrótta­hús, og að Víf­il­stöðum.

Á því svæði sem Snók­ur vinn­ur nú á er gert ráð fyr­ir um 200 íbúðum í formi minni fjöl­býl­is­húsa, ein­býl­is­húsa og raðhúsa, auk þess sem reisa á leik­skóla og bú­setukjarna fyr­ir fatlaða efst á hæðinni. Á hinu svæðinu sem er nær Reykja­nes­braut­inni verða svo að hluta at­vinnu­lóðir, en einnig nokk­ur stærri fjöl­býl­is­hús með sam­tals um 200 íbúðum.

Í suður­hlíðum holts­ins, á svæði sem hef­ur verið nefnt Hnoðraholt suður, hef­ur svo verið horft til þess að þar geti risið um 700 íbúðir og í Vetr­ar­mýri að það verði á milli 600-800 íbúðir, auk fleiri íþrótta­mann­virkja.

Deili­skipu­lag fyr­ir Hnoðraholt norður. Reykja­nes­braut­in er lengst til vinstri á mynd­inni og Arn­ar­nes­veg­ur efst. Nýr veg­ur með nafn­inu Vetr­ar­braut sker hverfið og ligg­ur niður í Vetr­ar­mýri. Bláu hús­inu eru nú­ver­andi byggð og Þorra­holt er vest­an við Vetr­ar­braut. Fyr­ir aust­an hana og í átt að nú­ver­andi byggð í Þorra­söl­um (hægra meg­in á mynd­inni) verða lág­reist­ari fjöl­býl­is­hús, ein­býl­is­hús og raðhús. Við hring­torgið í miðju mynd­ar­inn­ar er svo gert ráð fyr­ir leik­skóla og bú­setukjarna fyr­ir fatlaða, en þar fyr­ir sunn­an kem­ur Hnoðraholt suður.
Skipu­lag fyr­ir Vetr­ar­mýri. Eins og sjá má er gert ráð fyr­ir knatt­spyrnu­velli og auka íþrótta­húsi. Þá er gert ráð fyr­ir teng­ingu yfir Reykja­nes­braut­ina með brú.

Um­tals­verðir efn­is­flutn­ing­ar fylgja ávallt verk­um sem þess­um og seg­ir Sig­urður að í það heila séu þetta um 70-80 þúsund rúm­metr­ar sem séu brott­flutt­ir. Þá eru 40-50 þúsund rúm­metr­ar aðflutt­ir og 20-30 þúsund rúm­metr­ar nýtt­ir á staðnum. Til að setja þetta í sam­hengi þá tek­ur hefðbund­inn vöru­bíll um 15-16 rúm­metra. Brott­flutn­ing­ur­inn einn og sér er um 5.000 slík­ar ferðir.

Sig­urður seg­ir að við skipu­lag verks­ins hafi hins veg­ar mikið verið hugsað út í end­ur­nýt­ingu efn­is og að stytta ferðir. Þannig hafi verið hægt að end­ur­nýta stór­an hluta efn­is og flytja á milli svæða. Tals­verður hæðarmun­ur sé skilj­an­lega á hæð sem þess­ari og því hafi á sum­um stöðum þurft að taka efni, en á öðrum stöðum vantað efni.

Ofan Hnoðraholts og horft í átt að Þorra­söl­um í Kópa­vogi. Þangað mun Vor­braut­in liggja og tengja sam­an hverf­in. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þá hafi á sama tíma vantað efni í nýj­an minn­ing­arg­arð fyr­ir Tré lífs­ins á Rjúpna­hæð, sem er fyr­ir ofan Víf­ilstaðavatn. Seg­ir Sig­urður að þar með hafi tek­ist að fara með um­tals­vert mikið af efni sem ann­ars hefði þurft að keyra langt út fyr­ir svæðið og jafn­vel henda því.

Seg­ir Sig­urður að þessi hugs­un um að nýta efnið bet­ur og fara styttri vega­lengd­ir þurfi að vera ríkj­andi bæði hjá verk­tök­um, en ekki síst verk­kaup­um. „Það er gott að hugsa út í þessi mál og stíga inn í árið 2023,“ seg­ir hann og bæt­ir við að jafn­vel geti verk­kaup­ar gert kröfu um að verk­tak­ar vinni efni á staðnum í stað þess að sækja það annað.

Í heild­ina hafa á bil­inu 10-15 starfs­menn frá Snóki verið að vinnu á svæðinu frá því í maí í fyrra og þrátt fyr­ir leiðin­lega tíð í janú­ar og byrj­un fe­brú­ar seg­ir Sig­urður að verkið hafi gengið mjög vel og að þeir séu á góðum tíma og að öll tíma­plön séu að stand­ast.

Vest­an meg­in í Hnoðraholti er byggðin sem er fyr­ir í holt­inu, en gat­an Vetr­ar­braut mun liggja upp meðfram henni að suð-aust­an verðu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Heimild: Mbl.is