Home Fréttir Í fréttum 04.04.2023 Reykjanesbraut (41), Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun

04.04.2023 Reykjanesbraut (41), Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun

423
0
Mynd: Stöð 2/Björn Sigurðsson.

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns  ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Einnig er inni í verkinu bygging fimm brúarmannvirkja og einna undirganga úr stáli. Verk þetta er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna.

<>

Helstu magntölur eru:

Vegagerð, 

– Bergskeringar 192.000 m3
– Fyllingar 131.100 m3
– Fláafleygar 38.400 m3
– Ofanvatnsræsi, steypt 1.240 m
– Brunnar 15 stk.
– Niðurfallsbrunnar og ristar 30 stk.
– Hliðarniðurföll 47 stk.
– Styrktarlag 54.700 m3
– Burðarlag, óbundið 28.200 m3
– Malbik 242.300 m2
– Kantsteinn 1.200 m
– Vegrið 11.360 m
– Götulýsing, skurður 14.380 m
– Götulýsing, strengur, lagning 18.430 m
– Götulýsing, uppsetning ljósastaura 422 stk.
– Yfirborðsmerkingar, línur 35.100 m

Mannvirki:

– Fylling 3.780 m3
– Stálplöturæsi 56 m
– Bergskeringar 10.130 m3
– Bergboltar 176 stk.
– Mótafletir 4.790 m2
– Járnalögn 233.300 kg
– Uppspennukaplar 13.680 kg
– Steypa 1.824 m3
– Vatnsvarnarlag 1.595 m2

 Veitufyrirtæki

– Gröftur 5.600 m3
– Fylling (söndun) 2.800 m3
– Losun á klöpp í skurðum 4.500 m3
– Fráveitulögn, 600 mm 178 m
– Holræsabrunnur 3 stk.
– Vatnsveitulagnir 1.310 m
– Ídráttarrör 1.801 m
– Strengir 1.490 m
– Jarðvír 1.045 m
– Fjarskiptalangir 4.985 m

Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2026.

Útboðsgögn eru aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með sunnudeginum 5. mars 2023  og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 4. apríl 2023.

Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeininar fyrir útboðsvefinn TendSign.