Home Fréttir Í fréttum Útboð þar sem lækka á kolefnisfótspor um 30%

Útboð þar sem lækka á kolefnisfótspor um 30%

219
0

Félagsbústaðir hafa auglýst útboðsgögn vegna nýs þróunarverkefnis sem hefur það að markmiði að lækka kolefnisfótspor framkvæmdar á 500 fm fjölbýlishúsi að lágmarki um 30% miðað við viðmiðunarhús.

<>

Notast hefur verið við greiningar eins og LCA, LCC og endurnýtingu byggingarefna til að ná því markmiði. Um er að ræða fjölbýlishús á þremur hæðum á Háteigsveg 59 við Vatnshólinn og Stýrimannaskólann.

Fjölbýlishúsið er búsetukjarni fyrir fatlaða en gert er ráð fyrir 8 íbúðum í húsinu, þar af einni fyrir starfsfólk.

Útboðsgögn hafa verið gerð aðgengileg á útboðsvef Félagsbústaða. Kynningarfundur verður haldin um verkefnið með áhugasömum bjóðendum fimmtudaginn 2.mars i húsakynnum Félagsbústaða að Þönglabakka 4 kl. 16:00-17:00.

Heimild: SI.is