Home Fréttir Í fréttum Smáhýsin fimm eru risin í Laugardal þrátt fyrir mótmæli

Smáhýsin fimm eru risin í Laugardal þrátt fyrir mótmæli

228
0
Smáhýsin eru risin á túninu milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar. Frágangi við húsin er ólokið. mbl.is/sisi

Fimm smá­hýsi eru ris­in í Laug­ar­dal, milli Engja­veg­ar og Suður­lands­braut­ar. Þetta eru bú­setu­úr­ræði á veg­um vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur og eru hugsuð fyr­ir fólk sem hef­ur verið heim­il­is­laust og þarf mikla þjón­ustu. Lokafrá­gang­ur er eft­ir og að hon­um lokn­um verður hægt að út­hluta íbúðunum.

<>

Áætlaður kostnaður við upp­bygg­ingu smá­hýs­anna í Laug­ar­dal er um 162,5 millj­ón­ir króna en end­an­leg­ur kostnaður ligg­ur ekki fyr­ir.

Staðsetn­ing hús­anna hef­ur verið um­deild og íbú­ar í Laug­ar­dal og ná­grenni, svo og íþrótta­fé­lög­in í hverf­inu, hafa lýst yfir and­stöðu við staðsetn­ing­una.

Málið hef­ur margoft verið tekið upp á vett­vangi Reykja­vík­ur­borg­ar, nú síðast á fundi í íbúaráði Laug­ar­dals 13. fe­brú­ar sl.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild:  Mbl.is