Home Fréttir Í fréttum Lendager opnar stofu á Íslandi

Lendager opnar stofu á Íslandi

185
0
Danska arkitekta- og nýsköpunarfyrirtækið Lendager hefur opnað stofu á Íslandi. Samsett mynd

Danska arki­tekta- og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Lenda­ger hef­ur opnað stofu á Íslandi. Stof­unni verður stýrt af Arn­hildi Pálma­dótt­ur arki­tekt sem einnig er meðeig­andi í ís­lenska hluta stof­unn­ar.

<>

Í til­kynn­ingu frá Lenda­ger seg­ir að Lenda­ger sé þverfag­legt fyr­ir­tæki í arki­tekt­úr og mann­virkja­gerð stofnað af And­ers Lenda­ger með þann yf­ir­lýsta til­gang að ýta grein­inni í átt að sjálf­bærni og hringrásar­hag­kerfi og kveðst Arn­hild­ur vera ánægð að vera kom­in í sam­vinnu við Lenda­ger nú þegar mann­virkja­gerð stend­ur á tíma­mót­um þar sem aðferðirn­ar sem not­ast er við verða að taka breyt­ing­um til að koma til móts við hnatt­ræna hlýn­un.

„Það er eig­in­lega ómögu­legt að halda áfram að byggja eins og við erum að gera með þeim aðferðum sem er verið að nota í dag. Við þurf­um að halda okk­ur und­ir tveggja gráðu hækk­un á hita­stigi jarðar og það ger­ist ekki nema með því að breyta aðferðum,“ seg­ir Arn­hild­ur í sam­tali við mbl.is en þær aðferðir sem not­ast er við í dag munu að óbreyttu valda 5° hækk­un á hita­stigi jarðar á næstu 100 árum.

Arn­hild­ur Pálma­dótt­ir arki­tekt. Ljós­mynd/​Aðsend

Nokk­ur þró­un­ar­verk­efni í bíg­erð
Meðal verk­efna Lenda­ger má nefna Resourcerækk­ene í Kaup­manna­höfn þar sem múr­steins­veggj­um úr hinni sögu­frægu Carls­berg bjór­verk­smiðju voru end­ur­nýtt­ir og þeim gefið nýtt líf sem út­vegg­ir í hinum nýju bygg­ing­um ásamt end­ur­nýt­ingu á timbri og stáli. Verk­efnið var til­nefnt til hinna virtu Mies van der Rohe verðlaun­anna í arki­tekt­úr 2022.

Arn­hild­ur seg­ir að á döf­inni séu nokk­ur spenn­andi verk­efni. Sem dæmi má nefna Frakka­stíg 1 en þar stend­ur til að þróa græn­ar bygg­ing­ar ásamt fast­eigna­fé­lag­inu Iðu sem hluti af verk­efni Reykja­vík­ur­borg­ar um græn­ar lóðir framtíðar­inn­ar.

„Svo erum við að vinna mjög skemmti­legt verk­efni sem er lítið gisti­hús, þar eru eig­end­urn­ir eru mjög dríf­andi og meðvituð um þá umbreyt­ingu sem þarf að verða í mann­virkja­gerð og þar ætl­um að not­ast við af­sk­urð og af­ganga af ylein­ingu­um frá Lím­tré vír­net og viðar af­g. anga frá skóg­rækt­inni meðal ann­ars.“

Heimild: Mbl.is