Home Fréttir Í fréttum Tap Heimstaden nam 4,7 milljörðum

Tap Heimstaden nam 4,7 milljörðum

118
0
Heimstaden er móðurfélag Heimstaden á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Evr­ópska leigu­fé­lagið Heimsta­den tapaði 4,7 millj­örðum sænskra króna á síðasta fjórðungi árs­ins 2022, sem jafn­gild­ir rúm­lega 67 millj­örðum ís­lenskra króna. Á sama árs­fjórðungi árið 2021 nam hagnaður fé­lags­ins um 7,5 millj­örðum sænskra króna.

<>

Fé­lagið kynnti upp­gjör fyr­ir fjórða árs­fjórðung síðdeg­is á föstu­dag. Tapið staf­ar aðallega af lækk­un á verðmæti eigna sem var 11,7 millj­arðar, að því er norski frétta­vef­ur­inn E24 grein­ir frá.

Verðbólga, stríð og orkukreppa sett strik í reikn­ing­inn
Heimsta­den, sem er móður­fé­lag Heimsta­den á Íslandi, á um 154 þúsund íbúðir í níu lönd­um í Evr­ópu, þar á meðal á Íslandi. Sam­an­lagt er verðmæti allra íbúða fé­lags­ins um 337 millj­arðar sænskra króna.

Seg­ir í árs­skýrslu fé­lags­ins að það hafi orðið fyr­ir skyndi­leg­um breyt­ing­um á markaðsaðstæðum vegna auk­inn­ar verðbólgu, stríðs Rússa í Úkraínu og orkukrepp­unn­ar í Evr­ópu. Sam­bland af hækk­andi vöxt­um og horf­ur á minni vexti hafi leitt til sam­drátt­ar í viðskipt­um.

Hagnaðist um 2,06 millj­arða
Leigu­fé­lagið er í eigu fjár­fest­inga­fé­lags­ins Fredens­borg sem er í eigu Ivars Tollef­sen. Tollef­sen er í fimmta sæti á lista Kapital yfir 400 rík­ustu menn Nor­egs.

Rekstr­ar­hagnaður leigu­fé­lags­ins nam 2,06 millj­örðum króna á fjórðungn­um, sam­an­borið við 1,397 millj­arða á fjórða árs­fjórðungi árið 2021.

„Þrátt fyr­ir krefj­andi þjóðhags­legt um­hverfi skilaði hag­kvæmt og fjöl­breytt eigna­safn okk­ar sterkri rekstr­arniður­stöðu árið 2022,“ seg­ir Hel­ge Krogs­bøl for­stjóri Heimsta­den, en hann tók við starfi for­stjóra af Pat­rik Hall 1. janú­ar á þessu ári.

Heimild: Mbl.is