Home Fréttir Í fréttum Vilja göngu­brú við hlið nú­verandi Ölfus­ár­brúar

Vilja göngu­brú við hlið nú­verandi Ölfus­ár­brúar

160
0
Hugmyndir um staka göngubrú með fram núverandi Ölfusárbrú hafa verið til umræðu lengi eða um 30 ár. MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt tillögu þess efnis að sveitarfélagið óski eftir viðræðum við Vegagerðina varðandi uppbyggingu á göngubrú við hlið núverandi Ölfusárbrúar á Selfossi. Ráðið hefur falið bæjarstjóra að senda erindi á Vegagerðin um mögulega uppbyggingu göngubrúar yfir Ölfusá.

<>

Í greinargerð með málinu segir orðrétt:

„Hugmyndir um staka göngubrú með fram núverandi Ölfusárbrú hafa verið til umræðu lengi eða um 30 ár. Þingmenn Suðurkjördæmis lögðu m.a. fram þingsályktunartillögu um byggingu göngubrúar yfir Ölfusá árið 2011. Rökin hafa alla tíð verið góð, með vísan til umferðaröryggis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur enda umferð um Ölfusárbrú aukist með hverju árinu.

Bæjaryfirvöld í Árborg ætla í viðræður við Vegagerðina um að göngubrú verði sett við hlið núverandi Ölfusárbrúar.
AÐSEND

Göngubrúin átti um leið að vera nægjanlega breið til að sjúkrabíll gæti keyrt yfir hana í neyðarakstri væri Ölfusárbrúin af einhverjum orsökum lokuð. Nú eru áform um að ný Ölfusárbrú verði byggð yfir “Efri-Laugardælaeyju” á næstu árum og opni mögulega árið 2026 eða 2027.

Það má þó áætla að umferð yfir eldri brúna verði áfram mikil og það sé brýnt öryggismál að aðskilja gangandi og hjólandi vegfarendur frá öðrum akstri yfir brúna. Um leið er hægt að nýta göngubrúna sem aukna flutningsleið fyrir heitt og kalt vatn en burðargeta Ölfusárbrúar í dag er að mestu fullnýtt.

Það er því lagt til að bæjarstjóra Sveitarfélagsins Árborgar verði falið að senda erindi á Vegagerðina þess efnis að bygging göngubrúar yfir Ölfusá verði kláruð hið fyrsta.”

Heimild: Visir.is