Home Fréttir Í fréttum Vilja reisa 60 milljarða eldisstöð á Reykjanesi

Vilja reisa 60 milljarða eldisstöð á Reykjanesi

116
0
Jón Kjartan Jónsson er framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis RÚV – Karl Sigtryggsson

Samherji fiskeldi vill reisa fiskeldisstöð á Reykjanesi þar sem verða framleidd 40 þúsund tonn af laxi á ári. Húsnæði mun telja meira en 250 þúsund fermetra og meira en hundrað manns starfa við eldið.

<>

Samherji hyggst reisa sextíu milljarða landeldisstöð á Reykjanesi. Þar vill fyrirtækið framleiða fjörutíu þúsund tonn af eldislaxi á ári. Landeldið verður í Auðlindagarði HS Orku við Reykjanesvirkjun.

Staðsetningin þykir henta vel vegna hás sjávarhita og góðs aðgengis að sjó og innviðum. Fundur var haldinn í Reyjanesbæ í dag þar sem umhverfismatsskýrsla var kynnt. Stefnan er að framleiða fjörutíu þúsund tonn af laxi á ári.

„Við erum að fara að byggja 400 rúmmetra eldisrými og 250 þúsund fermetra af byggingum og nýta mikið af jarðsjó og vatni,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis.

Eldið þarfnast sjós og nóg af honum. Allt að þrjátíu þúsund sekúndulítra af jarðsjó og þrjú þúsund og tvö hundruð sekúndulítra af ylsjó sem kemur frá Reykjanesvirkjun. Lítið verður gengið á ferskvatn.

Í umhverfismatsskýrslunni segir að áhrif á landslag og jarðmyndanir verði allt frá því að vera óveruleg yfir í talsvert neikvæð. Það er vegna bygginganna þar sem lítið er um hús á svæðinu í dag. Þá þarf að raska eldhrauni sem nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.

Vilja komast í full afköst 2023
Jón Kjartan segist vilja hefja framkvæmdir á þessu ári. Þær verða þrískiptar og stefnan að vera komin í full afköst 2032. Rúmlega hundrað starfsmenn verða við eldisgarðinn. Verkefnið kostar sitt.

„Við erum að tala um væntanlega yfir sextíu milljarða.“

Þá verður reynt að nýta seyru úr eldinu til að framleiða áburð í samstarfi við önnur landeldisfyrirtæki.

„Búa til áburðarverksmiðju. Fá þá frá bændum mykju og blanda saman og þeir fá þá áburð í staðinn. Það er frábært verkefni sem er áskorun að láta ganga og ná til.“

Heimild: Ruv.is