Home Fréttir Í fréttum Síðasti bátasmiðurinn lýkur námi

Síðasti bátasmiðurinn lýkur námi

182
0
Einar Jóhann Lárusson við sveinsstykki sitt í Tækniskólanum, opnanlegt fag í Sæbjörg BA 59 á Reykhólum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég von­ast til að geta helgað mig báta­smíðum og bátaviðgerðum, en til ör­ygg­is ákvað ég að taka líka próf í húsa­smíði,“ seg­ir Ein­ar Jó­hann Lárus­son, 28 ára, sem í gær lauk sveins­prófi sem báta­smiður frá Tækni­skól­an­um í Hafnar­f­irði, síðast­ur manna til að leggja stund á þessa gömlu iðngrein sem nú nýt­ur ekki leng­ur lög­vernd­un­ar og verður fram­veg­is sam­einuð námi í húsa­smíði, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu.

<>

Ein­ar Jó­hann út­skrif­ast form­lega ásamt fleiri iðnsvein­um í vor, en húsa­smíðarétt­ind­in hef­ur hann þegar öðlast.

Báta­smíðanámið stundaði hann und­ir hand­ar­jaðri meist­ara síns, Hafliða Aðal­steins­son­ar, sem smíðað hef­ur fjölda tré­skipa og unnið að viðgerð eldri báta. Hrafn­kell Marinós­son hafði um­sjón með námi Ein­ars í Tækni­skól­an­um.

Heimild: Mbl.is