Home Fréttir Í fréttum Coca-Cola á Íslandi fjárfestir fyrir 1,2 milljarða

Coca-Cola á Íslandi fjárfestir fyrir 1,2 milljarða

191
0
Kristín Vala Matthíasdóttir. Ljósmynd/Hari

Coca-Cola á Íslandi er þessa dag­ana að setja upp nýja há­tækni fram­leiðslu­línu fyr­ir plast­flösk­ur í verk­smiðju sinni í Reykja­vík sem tek­ur við af yfir 40 ára göml­um tækj­um.

<>

Heild­ar­fjárfest­ing­in nem­ur um 1.200 millj­ón­um króna og er ein sú stærsta sem lagt hef­ur verið í hjá fyr­ir­tæk­inu.

„Með fjár­fest­ing­unni treyst­ir fyr­ir­tækið ekki bara fram­leiðslu sína hér á landi held­ur eyk­ur hún gæði henn­ar og skil­ar okk­ur um­hverf­i­s­vænni vöru. Kol­efn­is­spor okk­ar minnk­ar veru­lega því nýju tæk­in nota minni orku, minna vatn og minna af plasti,” seg­ir Krist­ín Vala Matth­ías­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri vöru­stjórn­un­ar­sviðs Coca-Cola á Íslandi, í til­kynn­ingu.

Hlut­fall inn­lendr­ar fram­leiðslu í vöru­fram­boði Coca-Cola á Íslandi er um 60% en í verk­smiðjum fyr­ir­tæk­is­ins í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri starfa yfir 100 manns.

„Upp­setn­ing fram­leiðslu­lín­unn­ar fer fram nú í fe­brú­ar og er stefnt að því að hefja fram­leiðslu með hinum nýja búnaði í byrj­un mars næst­kom­andi.

Á fjórða tug ís­lenskra verk­taka hafa komið að verk­efn­inu að und­an­förnu auk er­lendra sér­fræðinga og starfs­manna Coca-Cola á Íslandi.

Verk­efnið hef­ur verið 2 ár í und­ir­bún­ingi enda um tækni­lega flókið verk­efni að ræða sem krefst tölu­verðar breyt­ing­ar á hús­næði og skipu­lagn­ing­ar til að koma í veg fyr­ir að vör­ur skorti á markað hér á landi á meðan skipt­in eiga sér stað,” bæt­ir Krist­ín Vala við.

„Þessi fjár­fest­ing fær­ir okk­ur ára­tugi fram í tím­ann hvað varðar vinnu­lag og eyk­ur ör­yggi starfs­fólk, sem skipt­ir okk­ur miklu máli. Hún trygg­ir einnig jafn­ari gæði og meiri stöðug­leika í fram­leiðslu hér á landi,“ seg­ir Krist­ín Vala en sem fyrr seg­ir mun fyr­ir­tækið ná að minnka plast­notk­un, og þar með kol­efn­is­fót­spor sitt, með létt­ari flösk­um úr 100% end­urunnu plasti.

„Fjár­fest­ing­in er stór áfangi í að ná mark­miðum Net Zero 2040 áætl­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins um minnk­un gróður­húsaloft­teg­unda en í henni felst meðal ann­ars að draga úr heild­ar­los­un í allri aðfanga­keðju fyr­ir­tæk­is­ins um 30% fyr­ir árið 2030, miðað við grunn­árið 2019, og að ná kol­efn­is­hlut­leysi fyr­ir árið 2040,“ seg­ir hún einnig í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is