Home Fréttir Í fréttum Ítalskur hönnuður innréttar íbúðirnar á Héðinsreit

Ítalskur hönnuður innréttar íbúðirnar á Héðinsreit

98
0
Vala Matt heimsótti Marco Piva á Ítalíu. SAMSETT

Einn af þekktustu arkitektum og hönnuðum Ítalu, Marco Piva, hefur fengið það verkefni að innrétta íbúðirnar í nýju húsunum við sjóinn á Héðinsreitnum í Vesturbænum.

<>

Fyrir íbúðirnar á Héðinsreit hannaði hann þrjár mismunandi innréttingar og stíla til að velja úr.

„Ísland kom mér verulega á óvart þegar ég heimsótti það sem ferðamaður. Ég hafði heimsótt margar náttúruperlur en en náttúran, andrúmsloftið og upplifunin á eyjunni ykkar er algjört einsdæmi,“ segir Marco sem sótti innblástur í íslenska náttúru í hönnun sinni fyrir Héðinsreit.

„Hugmyndin er að skapa endurspeglun náttúruaflanna í hönnun íbúðanna. Við vitum að Íslendingar dvelja mikið inni á eigin heimilum á þeim árstíðum þegar myrkrið ríkir.“

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti Marco Piva á teiknistofunni hans í Mílano þar sem hann er fæddur og uppalinn.

Heimild: Visir.is